Flest viljum við eiga falleg og góð sambönd og erum tilbúin til að leggja heilmikið á okkur til að gera þau eins dásamleg og hægt er.
Stundum er þó eins og okkur takist ekki að ná þessu takmarki okkar þrátt fyrir góðan vilja, og því eru skilnaðir kannski eins tíðir og raun ber vitni um.
En hvað þarf til að sambönd geti átt sér farsælt líf í gleði fyrir báða aðila?
Eftir því sem ég hef lesið og kynnt mér að frátöldu því sem ég veit af eigin reynslu þá er það þannig að við þurfum að vera dugleg að skoða og bæta samböndin okkar dag frá degi og líta aldrei á það sem sjálfsagðan hlut að hafa manneskju við hlið okkar sem elskar okkur og vill lifa lífinu með okkur.
Og ef við skoðum grunnstoðir sambanda þá eru nokkur atriði sem skipta meira máli en mörg önnur og mig langar að benda á nokkur þeirra hér. En munum að ástartungumálin eru nokkur og ekki víst að báðir aðilar falli inn í sama flokk þar. Yfirleitt er talað um að þessi ástartungumál séu fimm talsins, gjafir, snerting, þjónusta,orð og gæðastundir, og afar mismunandi hvað af þessu á við maka okkar. Hvet alla til að kynna sér ástartungumál maka síns og sjá hvað af þessu gleður hann mest, held að það gæti forðað mörgum skilnaðinum (hægt er að finna próf á netinu sem hjálpa ykkur að finna ykkar tungumál).
Traust, vinátta, skuldbinding,samræður og tilfinningaleg viðtaka eru grunnstoðir þess að sambönd virki eðlilega, og í heilbrigðum samböndum er ástin tjáð reglulega frá báðum aðilum með ýmsum hætti.
Auðvitað eru táningaformin misjöfn en í flestum tilfellum er ástin tjáð með tíðum faðmlögum,innilegum orðum, nánd í kynlífi og fl. Eins reyna pörin yfirleitt að finna sér sameiginleg markmið og áhugamál sem þau geta sinnt í sameiningu og þau taka þátt í lífi hvers annars í gleði þess og sorg.
Báðir aðilar geta oftast sett sig í spor hins og séð hlutina frá hans eða hennar sjónarmiði og þeir ræða málin þar til lausn er fundin. Þeim tekst vel að greiða úr flækjum og erfiðleikum sambandsins og finna málamiðlun sem leysir úr flækjum sambandsins.
Þeir hvetja hvern annan til að vaxa og dafna, og standa við hlið hvors annars í blíðu og stríðu.
Þeir veita hvor öðrum frelsi og virða mörk hvors annars. Þeir eru verndandi á sambandið og tala fallega og af stolti um hinn aðilann.
Báðir aðilar sambandsins gera sér grein fyrir því að það þarf að næra sambandið með ýmsu móti svo að það dafni vel og þeir framkvæma það sem til þarf til að gera sambandið sterkara og sterkara með hverju nærandi augnabliki sem þeir setja inn í það.
Gott ráð til að viðhalda rómantíkinni er td að hafa sérstök deitkvöld einu sinni í mánuði eða oftar og svo eru óvæntar gjafir og uppákomur yfirleitt vinsælar ásamt mörgu öðru sem gleðja annan aðilann eða báða.
En þegar samböndin eru komin á þann stað að þau gleðja ekki heldur valda vanlíðan eru eftirtalin atriði allt of oft til staðar: