Eins og mörgum er kunnugt um býr Kálfanes á Ströndum yfir miklum töfrum, jafnvel göldrum, ef út í það er farið. Færri vita að þar vex mjög dýrmæt plöntutegund, svokölluð stórnetla sem lítur út eins og dökkur blettur í landslaginu. Ég kýs að kalla hana græna gullið af mörgum ástæðum en aðallega þó þeirri að oft er sagt um netluna að hún sé jurtin sem bæti næstum allt.
Stórnetlunar á Kálfanesi (Urtica dioeca) er getið í heimildum frá 18. öld og talið að rót hennar hefði lækingarmátt gegn brjóstveiki, hósta og hryglu. Ólafur Olavius, Eggert og Bjarni minnast á jurtina í ritum sínum. Vísindi dagsins hafa sannað það og gott betur því netlan geymir mjög hátt hlutfall blaðgrænu og er því uppfull af járni og steinefnum. Hún þykir frábær fyrir þá sem eru að fást við þrótt- og blóðleysi en líka þá sem kljást við astma, frjóofnæmi og allskyns ofnæmi. Gæslukona stórnetlunnar á Kálfanesi, Ragnheiður Harpa Guðmundsdóttir, sem nú er í óða önn að færa netluna nær almenningi upplýsti mig m.a. um að faðir hennar sem stundum þjáist vegna þvagsýrugigtar fái sjaldnar gigtarköst sé hann duglegur að drekka te af netlunni. Ragnheiður sagði einnig að dætur hennar og tengdadóttir (sem allar eru með börn á brjósti núna) hafi góða reynslu af því að drekka seyði af netlunni sem auki brjóstamjólkina. Hún einfaldlega svínvirki. Ragnheiður hefur undanfarið starfað með Matís sem hefur mælt stórnetluna hennar með mikla og körftuga virkni og næringu. Hún vex jú við íslenskt tíðarfar sem gerir hana sérlega kröftuga. Það eru frábær tíðindi. Það var því okkur bæði mikill heiður og ánægja þegar Ragnheiður Harpa hafði samband við okkur í Systrasamlaginu um að selja og gera tilraunir með Kálfanesnetluna.
RANNSÓKNIR Á NETLUNNI
Mjög margar fræðilegar greinar hafa verið birtar um netluna á vefnum www.sciencdirect.com. Þar segir m.a. að hún innihaldi hátt hlutfall af blaðgrænu, C-vítamín, and-histmín, acetyl choline steinefni, þar á meðal járn, kalk og kísil sem allt sé mjög auðupptakanlegt. Ef við köfum aðeins dýpra er gjarnan sagt um hana í erlendum heilsuritum að ef fólk þekkti eiginleika netlunnar sem lækningajurtarinnar væru vísast allir garðar fullir af netlurunnum. Að þessu sögu er líka fullyrt að netlan sé vanmetnasta lækningajurt veraldar, jurt sem litið hefur verið framhjá allt of lengi. En öll jurtin, hvort sem er stilkurinn, blöðin, ræturnar eða blómin, býr yfir miklum lækningamætti. Þó eru til heimildir um að Grikkir til forna hafi notað neltu til hreinsunnar líkamans því hún er bæði þvagræsandi og örvar meltinguna.
Það er líka áhugavert að geta þess að í einni af erlendu greinunum lýsir margra barna móðir því hvernig hún læknaðist af sífelldum höfuðverk og exemi með því einu að drekka einn bolla af netlutei daglega. Þetta stafar sennilega af því að netlan er blóðhreinsandi og þannig hreinsast exemið innan frá. En rannsóknir hafa einmitt sýnt að netlan er mest blóðhreinsandi jurt sem fyrirfinnst og hreinsi að auki briskirtilinn. Þá er líka vitað að neysla á netlu lækkar blóðsykur. Brenninetla er líka bólgueyðandi og þar sem hún vinnur á þvagfærasýkingum fari langbest á því að neyta hennar fyrst á morgnanna eða fyrir fyrstu máltíð dagsins. Mælt er með að fólk drekki bolla á dag í mánuð í senn tvisvar á ári. Það framkalli mikla orku enda þekkt hressingalyf. Stórnetlan er sannkölluð ofurjurt.
DAVID WOLFE & LOUIS CURVAN
Svo margt gott hlýst af því að neyta netlu að það er nær ógerningur að telja það allt upp. En til að gera langa sögu stutta er hún að auki talin vinna á ennis- og kinnholubólgum, nefkvefi, margskonar húðvandamálum, hárlosi, nýrnasteinum, slitgigt, blóðnösum og magablæðingu, röskun á innkirtlastarfsemi, of of háum magasýrum, niðurgangi, blóðsótt, lungnavandmálum og jafnvel sögð hægja á öldrun. Og þar sem netlan er blóðhreinsandi kemur hún einnig að góðum notum til þess að græða sár. Netla hefur líka reynst góð við eymslum í vöðvum og vöðvaverkjum.
Margir kannast við David Wolfe, sem kemur gjarnan til Íslands og heldur vinsæla fyrirlestra. Í viðtali við Kevin Gianni mærði Wolfe gæði netlunnar og benti á að hún væri ekki bara rík af kalki heldur líka kísil. Til frekari fróðleiks má geta þess að franski vísindamaðurinn Loius Curvan, sem í tvígang hefur verið tilnefndur til Nóbelsverðlaunanna, hefur skrifað fimm bækur um samspil kalks og kísils, sem finnst í svo miklum mæli í netlunni. En þar sem Curvan skrifar á frönsku hafa bækur hans ekki náð til enskumælandi lesenda nema að litlu leyti.
NOTKUN Á NETLU
Seyði: Setjið 1 msk af brenninetlulaufum í ½ lítra af vatni. Látið standa í 30 mínútur áður en þið drekkið.
Bað: Brenninetla þykir sérlega góð gegn þursabiti og öðum eymslum í skrokknum. Setjið mikið magn af jurtinni í kalt vatn og geymið yfir nótt. Sjóðið “bruggið” ásamt jurtunum og setjið svo í baðkarið. Látið húðina drekka í sig jurtirnar eins og lengi og þið viljið. Einnig frábært að nota í fótabað.
NETLUTÓNIK
Hér uppskrift af netlutóniki frá Ragnheiði Hörpu netlubónda sem gott er að taka inn yfir veturinn:
1 hluti lífrænt appelsínuhýði
4 hlutar mulin þurrkuð netla
4 hlutar þurrkaðar og saxaðar apríkósur
Lífrænu rauðvíni hellt yfir. Gæta þarf þess að vínið hylji ávexti vel en netlan og aprikósurnar drekka í sig vökvann.
Færið í krukku sem hægt er að loka vel og látið standa í 3 vikur. Velt eða hrist daglega.
Að þremur vikum liðnum eru ávextir og netla sigtuð frá í gegnum spýrupoka og vökvinn undinn vel úr ávöxtum og netlu.
Sett á dökkar glerflöskur. Geymt á svölum stað.
Daglegur skammtur:1 msk 2svar á dag fyrir fullorðna 2x á dag. Börn yfir 8 ára: 1 tsk 2x á dag
Helstu heimildir:
http://healthmad.com/alternative/eight-health-benefits-of-stinging-nettle/