Biðja um kynlíf án þess að vilja það

Sex and the City þættirnir fjalla m.a. um samskipti kynjanna …
Sex and the City þættirnir fjalla m.a. um samskipti kynjanna og kynlíf HO

Fjármálaráðgjafinn Emma Wall deilir íbúð með karlkyns vini sínum en hún segir þennan vin sinn hafa veitt sér innsýn inn í hugarheim karlmanna.

„Fyrir nokkrum vikum sagði hann mér að strákar teldu stelpur sem sofa hjá á fyrsta stefnumóti vera „smá druslur“ og að þeir myndu líklegast ekki vilja þær sem kærustur,“ segir Wall sem var hneyksluð á vini sínum. Wall segir þennan vin sinn vera vel menntaðan, kurteisan og að hann hafi alist upp með þremur systrum og þess vegna kom það henni á óvart að hann skyldi dæma stelpur, en ekki stráka, sem sofa hjá á fyrsta stefnumóti.

Wall kannaði málið nánar og talaði við fleiri vini sína. Einn viðurkenndi að beita þrýsting um kynlíf á fyrsta stefnumóti en yrði svo innst inni fyrir vonbrigðum þegar stelpan léti undan.

Annar sagði: „Ef hún er tilbúin til að stunda kynlíf á fyrsta stefnumóti þá útiloka ég langtímasamband með henni samstundis. Karlmenn muna því miður betur eftir stelpum sem þeir sofa ekki hjá heldur en þeim sem þeir sofa hjá. Þegar kona neitar karlmanni um kynlíf á fyrsta stefnumóti þá mun honum líklegast þykja það virðingavert. Hann gæti þó litið út fyrir að vera svekktur á yfirborðinu en í raun þykir honum konan meira aðlaðandi.“

Wall býr í Bretlandi en hún vill meina að „deit“-menningin þar sé slæm. „Eftir nokkra drykki er dæmigerður karlmaður tilbúinn til að nálgast sætu stelpuna á barnum í von um að hún komi með sér heim sama kvöld. Ef að stelpan er til í tuskið þá er það bara gott fyrir báða aðila, en hún á líklegast ekki von á að verða boðið á annað stefnumót.“

Wall segir annan félaga sinn hafa viðurkennt að hann missi áhugann á konum um leið og hann hefur ekkert til að „eltast við.“ En Wall kveðst að lokum hafa fundið einn rómantískan vin sem var ekkert að flækja hlutina: „Kynlíf er alltaf betra með þeim sem þér líkar vel við og þykir vænt um.“

Emma Wall segir breska karlmenn ekki þora að nálgast konur …
Emma Wall segir breska karlmenn ekki þora að nálgast konur nema þeir séu undir áhrifum áfengis. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda