Hátíðin Bacon Reykjavík Festival var haldin á Skólavörðustígnum í dag og var mætti metfjöldi á hátíðina í ár. Hátíðin hófst formlega í gær þegar bandarísku beikonbræðurnir frá Iowa færðu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni gjöf frá Terry Branstad, ríkisstjóra í Iowa. Auk þess færðu íslensku beikonvíkingarnir, sem standa fyrir hátíðinni hérlendis, honum lopapeysu.
Beikonhátíðin var haldin í þriðja sinn í ár og ekki er hægt að segja annað en að hátíðin verði flottari og flottari með hverju árinu. Í ár iðaði Skólavörðustígurinn af lífi en þar var ekki bara boðið upp á beikon í allri sinni dýrð heldur einnig hoppkastala fyrir yngstu kynslóðina. Það vakti mikla kátínu.
Allur ágóði af beikonsölu dagsins rann til tækjakaupa á hjartadeild Landspítalans.