Óskar Magnússon fagnaði útkomu sinnar fyrstu skáldsögu, Látið síga piltar, í rauðköflóttum jakka. Boðið fór fram í Eymundsson í Austurstræti og mættu vinir Óskars og fögnuðu með honum. Troðfullt var á efstu hæðinni í bókabúðinni og mikið stuð á mannskapnum.
„Allt Ísland nútímans er undir í þessari skáldsögu sem hverfist í kringum miklar náttúruhamfarir sem lýst er af listrænum þrótti. Þegar Óskar Magnússon mætir til leiks með sína fyrstu skáldsögu þá duga engin vettlingatök. Flottur og spennandi texti sem gleðja mun margan lesanda,“ sagði Ólafur Gunnarsson um bókina.