Linda Baldvinsdóttir markþjálfi og Theódór Francis Birgisson prestur eru höfundur bókarinnar Ég er - ertu sá sem þú heldur að þú sért, sem er sjálfhjálparbók. Boðið var haldið í Eymundsson í Austurstræti og var fantafín mæting.
Linda og Theódór starfa bæði sem þerapistar, hann er prestur og rekur í dag Lausnina ásamt fleirum. Linda er með fyrirtækið Manngildi þar sem hún tekur fólk í einstaklingsráðgjöf.
Linda er einnig með þættina Linda og lífsbrotin sem sýndir eru á Smartlandi Mörtu Maríu. Í fyrsta þættinum ræddi hún við íslenska konu sem sagði sögu sína af því hvernig „swingið“ hefði eyðilagt hjónaband hennar.