Reykjavík Fashion Festival-hátíðin er hafin. JÖR og SIGGA MAIJA sýndu nýjustu línur sínar í gær og tískuáhugafólk flykktist að þrátt fyrir leiðinlegt veður.
Ragga Gísla og Birkir Kristinsson mættu glöð í bragði í Hörpu og stilltu sér upp fyrir ljósmyndara mbl.is ásamt leikkonunni Elmu Lísu. Jón Ólafsson, eigandi RFF, sat svo kampakátur á fremsta bekk og kynnti sér ferska tískustrauma.