Forsetafrúin Dorrit Moussaeiff var í essinu sínu á Reykjavíkurflugvelli þegar hún fékk það hlutverk að nefna 15 milljarða flugvél Wow air, Freyju. Vélin lenti rétt fyrir sex í gærkvöldi á Reykjavíkurflugvelli og var slegið upp teiti. Vélin er af gerðinni Airbus A321 og blessaði allsherjargoðinn Hilmar Örn Hilmarsson vélina.