Gleðin var við völd í hátíðarsal Gróttu í gær þegar heimsmeistaranum Fanneyju Hauksdóttur var fagnað. Fanney varð heimsmeistari í bekkpressu á föstudaginn þegar hún lyfti 145,5 kg á heimsmeistaramóti í bekkpressu sem haldið var í Sundsvall í Svíþjóð. Afrek Fanneyjar þykir mikið enda lyfti hún rúmlega tvöfaldri líkamsþyngd sinni.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tók á móti Fanneyju og Erla Kristín Árnadóttir, formaður kraftlyftingafélags Gróttu, hélt ræðu. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, færði Fanneyju styrk frá bænum.
Fanney og Ingimundur Björgvinsson þjálfari hennar.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Júlía og Matthildur Óskarsdætur. Matthildur æfir kraftlyftingar af fullum krafti.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Illugi Gunnarsson, Haukur Geirmundsson, Fanney Hauksdóttir og Ingimundur Björgvinsson.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Illugi Gunnarsson, Fanney Hauksdóttir og Ingimundur Björgvinsson.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Ingimundur Björgvinsson þjálfari Fanneyjar og Aron Teitsson, bronshafi á HM í klassískum kraftlyftingum.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Það var vel mætt í móttökuna.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Fanney fékk að sjálfsögðu blóm.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Gleðin var við völd í hátíðasal Gróttu.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Erla Kristín Árnadóttir, María Björk Óskarsdóttir og Ingibjörg Arnardóttir.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Vinkonurnar stoltar af afreki Fanneyjar. Tanja Stefanía Rúnarsdóttir, Erna Sigurðardóttir, Íris Una Ingimarsdóttir, Katrín Viðarsdóttir og Arnhildur Anna Árnadóttir, bronshafi EM unglinga í kraftlyftingum , halda hér á Fanneyju
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Anna Þyrí Hálfdánardóttir, Berglind Jónsdóttir og Sara Davíðsdóttir.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Sýnt var á veggskjá þegar Fanney sló heimsmetið.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Stemning.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Sif Pálsdóttir, Fanney Hauksdóttir og Tinna Rut Traustadóttir.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Fanney Hauksdóttir ásamt ömmu sinni Fanneyju Ófeigsdóttur, sem verður 95 ára á árinu, en Fanney Ófeigsdóttir var fimleikakona í íþróttafélagi kvenna.
mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir