Guðni Th. á frumsýningu Herranætur

Guðni Th. Jóhannesson, Sara Líf Sigsteinsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson og …
Guðni Th. Jóhannesson, Sara Líf Sigsteinsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson og Ágústa Skúladóttir.

Það var glatt á hjalla þegar Herranótt, leikfélag MR, frumsýndi verkið West Side Story í Gamla bíó. Um er að ræða 172. uppsetningu Herranætur og kom það í hlut Ágústu Skúladóttur að leikstýra verkinu. 

West Side Story er frægasta ástarsaga í heimi samhliða Rómeó og Júlíu. Verkið fjallar um tvö gengi sem berjast hörðum höndum fyrir götum New York borgar. Riff, foringi Þotnanna, er ósáttur við Hákarlana, innflytjendagengi frá Púertó Ríkó sem bíta fast og vilja ráða yfir hverfinu. Sýningin einkennist af togstreitu ástar og haturs á milli tveggja ólíkra þjóðflokka. 

Leikstjóri verksins er Ágústa Skúladóttir, hún útskrifaðist úr Philippe Gaulievere í London árið 1991. Hún er margverðlaunaður leikstjóri og hefur meðal annars leikstýrt Klaufar og kóngsdætur sem vann Grímuverðlaun fyrir barnasýningu ársins. Danshöfundur er Brynhildur Karlsdóttir og er á sviðslistabraut í Listaháskóla Íslands. Hún samdi dansa fyrir Vorið vaknar á Herranótt árið 2015. Tónlistarstjóri er Gunnar Benediktsson, meðlimur í hljómsveitinni Skálmöld og kennir einnig í Listaháskóla Íslands við Tónlistardeild. Útlitshönnuður er Kristína Bermann. Hún hefur séð um ógrynni af sýningum og nokkrar af sýningum Herranætur. Aðstoðarleikstjóri er Stefán Gunnlaugur Jónsson, fyrrverandi MR-ingur og Herranæturstjórnarmeðlimur. 

Vigdís Finnbogadóttir og Anna Einarsdóttir.
Vigdís Finnbogadóttir og Anna Einarsdóttir.
Júlía Sif Ólafsdóttir, Bjarki Sigurðarson, Andrea Björk Karelsdóttir, Telma Jóhannesdóttir, …
Júlía Sif Ólafsdóttir, Bjarki Sigurðarson, Andrea Björk Karelsdóttir, Telma Jóhannesdóttir, Sara Líf Sigsteinsdóttir, Katla Ómarsdóttir, Una Torfadóttir og Kristófer Schram.
Ástríður, Jón, Torfi Hjartarson og Svandís Svavarsdóttir.
Ástríður, Jón, Torfi Hjartarson og Svandís Svavarsdóttir.
Brynhildur Guðjónsdóttir, Yngvi Pétursson, Jón og Ástríður.
Brynhildur Guðjónsdóttir, Yngvi Pétursson, Jón og Ástríður.
Ágústa Skúladóttir, leikstjóri; Karl Ágúst Úlfsson og Brynhildur Karlsdóttir, danshöfundur.
Ágústa Skúladóttir, leikstjóri; Karl Ágúst Úlfsson og Brynhildur Karlsdóttir, danshöfundur.
Edda Jónsdóttir og Steinunn Lárusdóttir.
Edda Jónsdóttir og Steinunn Lárusdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda