Sýningarnar sem þú mátt ekki missa af

Ljósmynd/ODD STEFAN

Það var gleði og glaumur í Hörpu í gær þegar tvær sýningar voru opnaðar á HönnunarMars. Annars vegar sýning á vegum Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda og hins vegar Samtaka arkitektastofa (SAMARK). Sýningarnar eru settar upp í samstarfi við Samtök iðnaðarins.

Á sýningu Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda gefur að líta þversnið af því nýjasta í íslenskri hönnun og húsgagnaframleiðslu. Tólf sýnendur endurspegla breitt svið, allt frá stórum framleiðendum til sjálfstæðra hönnuða. Á sýningunni haldast í hendur falleg hönnun og gott handbragð þar sem hugvit og verkvit er samtvinnað í eitt.   

Virðisaukandi arkitektúr er yfirskrift sýningar SAMARK og verða í Himnastiganum í Hörpu til sýnis verkefni ellefu arkitektastofa. Á sýningunni verða valin verkefni sem endurspegla með ólíkum hætti hvernig hús, byggingar, borgarrými og landslag eiga þátt í að skapa betri ramma um daglegt líf okkar og þar með auka virði fyrir alla. Dæmi um virðisauka eru samgöngumannvirki sem stytta ferðatíma og auka öryggi, vel hönnuð vinnurými sem auka afköst og vellíðan starfsmanna og endurhönnuð sjúkrarými sem hafa dregið úr lyfjanotkun og bætt lífsgæði sjúklinga.

Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
Ljósmynd/ODD STEFAN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda