Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og fyrrverandi aðstoðarmaður hans, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, mættu í glæsilegt teiti hjá MS til að fagna nýju alþjóðlegu vörumerki á skyri. Teitið var haldið í Heiðmörk til að fagna Ísey, sem er nýja nafnið en það kemur í stað Skyr.is.
Margir góðir gestir, meðal annars erlendir blaðamenn, samstarfsaðilar og viðskiptavinir MS, mættu til að halda upp á nýja vörumerkið, Ísey. Neytt var góðra veitinga og meðal annars boðið upp á Ísey skyrkokteil og aðrar veitingar sem innihéldu skyr. Emmsjé Gauti, Sísí Ey, Amabadama og Júníus Meyvant skemmtu gestum og lék veðrið við gestina eins og sjá má.