Það var góð stemning þegar veitingastaðurinn Reykjavík RÖST var opnaður á dögunum. Í tilefni af opnuninni var boðið í teiti á staðnum. Reykjavík RÖST er staðsettur í verbúðarhúsunum við gömlu höfnina í Reykjavík.
Reykjavík Röst er glænýr bistro sem býður m.a. uppá eðal kaffi frá Lavazza, súpu og samlokur í hádeginu, frábæran happy hour ásamt barsnarli og kjöt og osta plöttum alla daga vikunnar. Staðurinn spilar sannarlega í takt við sjarma gömlu verbúðanna og hafnarsvæðisins og ekki skemmir útsýnið yfir höfnina sem er eitt það allra besta í bænum.
Eins og sést á myndunum var gleðin við völd þegar staðurinn opnaði.