Himinlifandi á jólafrúmsýningunni

Gói Karlsson, Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, Tinna Dögg Kjartansdóttir og Atli …
Gói Karlsson, Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, Tinna Dögg Kjartansdóttir og Atli Rafn Sigurðsson. mbl.is/Kristinn

Það varð ekki þverfótað fyrir spariklæddum gestum í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi þegar Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson var frumsýnt. 

Hafið er meðal þekktustu verka í íslenskri leiklistarsögu, en leikritið sló rækilega í gegn þegar það var frumflutt í Þjóðleikhúsinu árið 1992, og samnefnd kvikmynd byggð á því öðlaðist miklar vinsældir. Verkið er nú sviðsett í Þjóðleikhúsinu í nýrri gerð, á 70 ára afmæli leikskáldsins.

Hafið fjallar um valdamikinn útgerðarmann í sjávarþorpi, fjölskyldu hans og grimmileg átök um fjölskylduauðinn. Systkinin vilja að faðirinn selji kvótann og flytji í þjónustuíbúð í Reykjavík. Gamli jaxlinn hefur aðrar fyrirætlanir. Hann býður börnunum sínum og mökum þeirra í áramótaheimsókn. Uppgjör innan fjölskyldunnar er óumflýjanlegt. Enginn getur orðið samur eftir.

Hafið er átakamikill fjölskylduharmleikur, þrunginn spennu, en líkt og önnur verk höfundar jafnframt fullt af beittum húmor.

Hafið hlaut Menningarverðlaun DV, var tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna og valið til sýningar á leiklistarhátíðinni í Bonn. Verkið hefur verið sett upp víða um Evrópu. Leikritið kemur út í nýju leikritasafni í tilefni af stórafmæli skáldsins.

Sigurður Sigurjónsson leikstýrir verkinu en Þröstur Leó Gunnarsson fer með aðalhlutverkið. Með önnur hlutverk fara Elva Ósk Ólafsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Snorri Engilbertsson, Snæfríður Ingvarsdóttir, Oddur Júlíusson, Baltasar Breki Samper og Birgitta Birgisdóttir.

Helgi Grímur og Sigrún Perla Gísladóttir.
Helgi Grímur og Sigrún Perla Gísladóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Björk, Magnús, Kristjana og Unnur.
Björk, Magnús, Kristjana og Unnur. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þórarinn, Edda Maggý og Aðalheiður.
Þórarinn, Edda Maggý og Aðalheiður. mbl.is/Kristinn Magnússon
Tinna Gunnlaugsdóttir, Jóhannes Páll Sigurðsson og Kristín Jóhannesdóttir.
Tinna Gunnlaugsdóttir, Jóhannes Páll Sigurðsson og Kristín Jóhannesdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Alma Ágústdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og Sigrún Björnsdóttir.
Alma Ágústdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og Sigrún Björnsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Helga Bryndís og Nilli.
Helga Bryndís og Nilli. mbl.is/Kristinn Magnússon
Eygló Björt Kjartansdóttir og Binra Hafstein.
Eygló Björt Kjartansdóttir og Binra Hafstein. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hildur Hafstein og Sigurður Ólafsson.
Hildur Hafstein og Sigurður Ólafsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stefán Ólafsson og Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Stefán Ólafsson og Ragnheiður Jóhannesdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Davíð og Sólveig.
Davíð og Sólveig. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hulda Björk Garðarsdóttir og Atli Eðvaldsson.
Hulda Björk Garðarsdóttir og Atli Eðvaldsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
Petra Mogensen og Guðrún Mogensen.
Petra Mogensen og Guðrún Mogensen. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hanna, Valdi og Agnes.
Hanna, Valdi og Agnes. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sigurlaug Halldórsdóttir og Pálmi Gestsson.
Sigurlaug Halldórsdóttir og Pálmi Gestsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ásta Þórarinsdóttir og Gunnar Viðar.
Ásta Þórarinsdóttir og Gunnar Viðar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda