Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar 70 ára afmæli í dag. Af því tilefni var slegið upp veislu í höfuðstöðvum Morgunblaðsins, Hádegismóum 2. Afmælisbarnið brosti hringinn í veislunni og var alsæll enda umvafinn vinum og velunnurum.
Haraldur Johannessen, ritstjóri og framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, hélt fallega ræðu en saman hafa þeir stýrt blaðinu síðan 2009. Þá tók Sigurbjörn Magnússon til máls en hann er stjórnarformaður Árvakurs. Því næst kom karlakórinn Fóstbræður og söng fyrir afmælisbarnið. Eftir það kom afmælisbarnið sjálft upp á svið og hélt ræðu.
Boðið var upp á huggulegar veitingar í föstu og fljótandi formi.
Smartland óskar Davíð hjartanlega til hamingju með daginn.