Rikki Daða og Edda Hermanns mættu með börnin

Ríkharður Daðason, eða Rikki eins og hann er kallaður, og Edda Hermannsdóttir létu sig ekki vanta þegar Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir bauð í útgáfuboð Vinnustofu Kjarval. Eva Laufey og Edda eru hálfsystur en faðir þeirra var Hermann Gunnarsson heitinn sem féll frá 2013.

Í eldhúsi Evu heitir þriðja matreiðslubók Evu Laufeyjar. Í henni má finna yfir hundrað uppskriftir að girnilegum réttum fyrir öll tilefni. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og afar aðgengilegar. Það er á allra færi að töfra þær fram. 

Matur er ekki bara matur í mínum augum heldur er hann sameiningartákn fjölskyldu og vina. Eldamennskan er eins og allt annað; ef maður sýnir henni ást og umhyggju þá er líklegt að útkoman verði stórgóð. 

Bókina prýða fallegar ljósmyndir eftir Heiðdísi Guðbjörgu Gunnarsdóttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda