Viðskiptaþing Viðskiptaráðs var haldið í gær á Hilton Reykjavík. Vel var mætt á þingið en það kom fram í fréttum á dögunum að uppselt væri á viðburðinn. Orkumál voru í brennidepli á þinginu. Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra umhverfis-, orku-og loftlagsmála kom fram en þar var líka Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, Finnur Beck nýr framkvæmdastjóri Samorku, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Ari Fenger formaður Viðskiptaráðs svo einhverjir séu nefndir.
Ljósmyndari mbl.is var á svæðinu í gær. Ekki er vitað hvers vegna Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt fyrir eyrun.