Sölvi fagnaði með ástinni

Kærustuparið Sölvi Tryggvason og Esther Kali­assa.
Kærustuparið Sölvi Tryggvason og Esther Kali­assa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason fagnaði útkomu nýjustu bókar sinnar í gær í Eymundsson á Skólavörðustíg. Esther Kali­assa, kærasta Sölva, var að sjálfsögðu í boðinu en parið hnaut um hvort annað fyrr á þessu ári þegar hann var í Zanzibar í Afríku þaðan sem hún er. Hún var þó ekki einu gesturinn því Frosti Logason, Arnþrúður Karlsdóttir, Pétur Gunnlaugsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Sólveig Þórarinsdóttir voru á meðal gesta. 

Skuggar fjalla um örlagaríkan tíma í lífi hans þegar hann var sakaður um að hafa brotið á konum. Málunum var vísað frá. 

„Í sjúkra­bíln­um hell­ist óraun­veru­leika­til­finn­ing yfir mig. Viku áður hafði ég landað þrem­ur nýj­um samn­ing­um fyr­ir hlaðvarpið mitt, fer­ill minn hafði verið á betri stað en nokkru sinni og lífið virt­ist leika við mig. En hér er ég stadd­ur liggj­andi í sjúkra­bíl á leiðinni inn á geðdeild. Lífið er viðkvæmt og það er stutt á milli hlát­urs og gráts.

Það er orðið dimmt, enda komið komið vel fram yfir miðnætti þegar við kom­um á áfangastað, sama stað og ég hafði komið á tveim­ur klukku­stund­um áður en af því að af­greiðslan var lokuð þurfti að kalla út sér­fræðing og sjúkra­bíl með tveim­ur mönn­um til að koma mér aft­ur á byrj­un­ar­reit. 

Það er skrýt­in til­finn­ing að ganga inn á geðdeild Land­spít­al­ans. Klukk­an er orðin það margt að ég verð ekki var við aðra sjúk­linga og starfs­fólkið tal­ar lág­um rómi til að vekja eng­an.

Mér er vísað rak­leitt inn í her­bergi þar sem ég er einn míns liðs og er beðinn að tæma alla hluti úr vös­um og hafa ekk­ert með mér sem ég geti skaðað mig með. Svo er mér rétt­ur spít­alaslopp­ur og gef­in svefntafla um leið og mér er tjáð að ég sé á sjálfs­vígs­vakt og því verði at­hugað á kort­ers fresti alla nótt­ina hvort ég sé í lagi.

Það er erfitt annað en að hugsa um hvað hafi fært mig hingað. Ég ræddi notk­un geðlyfja í bók minni Á eig­in skinni og veit að skömm yfir geðsjúk­dóm­um og -lyfj­um er mein­semd sem verður að upp­ræta. Þar sem ég ligg í rúm­inu, eft­ir að hafa verið úr­sk­urðaður á sjálfs­vígs­vakt, leita hins veg­ar alls kyns nei­kvæðar niðurrifs­hugs­an­ir á mig.

Er það virki­lega þannig að fag­fólk ótt­ist að ég svipti mig lífi? Er það raun­hæf­ur ótti, þótt ég geri mér kannski ekki grein fyr­ir því? Það er und­ar­leg til­finn­ing að leggj­ast til svefns á þess­um stað, en skjólið og hvíld­in eru svo sann­ar­lega kær­kom­in,“ segir í bókinni. 

Tryggvi Sigurðsson sem er faðir Sölva Tryggvasonar lét sig ekki …
Tryggvi Sigurðsson sem er faðir Sölva Tryggvasonar lét sig ekki vanta. Hér er hann með Elsu Guðmundsdóttur og Haraldi Erlendssyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sólveig Þórarinsdóttir stofnandi jógastöðvarinnar Sólir faðmar hér einn af gestum …
Sólveig Þórarinsdóttir stofnandi jógastöðvarinnar Sólir faðmar hér einn af gestum útgáfuboðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Pétur Gunnlaugsson og Arnþrúður Karlsdóttir.
Pétur Gunnlaugsson og Arnþrúður Karlsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Frosti Logason og Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Frosti Logason og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Einar Rúnar Magnússon og Danitza Velit.
Einar Rúnar Magnússon og Danitza Velit. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Álfrún Tryggvadóttir og Eldur Egilsson mættu að sjálfsögðu. Álfrún er …
Álfrún Tryggvadóttir og Eldur Egilsson mættu að sjálfsögðu. Álfrún er systir Sölva Tryggvasonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kristinn Sigmarsson, Anna Lind Fells Snorradóttir og Þór Guðnason.
Kristinn Sigmarsson, Anna Lind Fells Snorradóttir og Þór Guðnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda