Hversu marga bólfélaga hefur þú átt? Ef svarið er fimm, þá gæti verið að þú getir hætt leit þinni að hinum eina rétta eða hinni einu réttu.
MSN hefur þróað ástarformúlu sem getur fundið hvaða lykilatriði þurfa að vera til staðar til þess að eiga í vel heppnuðu langtímasambandi, og niðurstöðurnar leiða í ljós að það getur skipt máli með hversu marga bólfélaga þú hefur átt, þar sem það getur haft áhrif á velgengni í ástarmálum.
Af þeim 2.000 karlmönnum og konum sem tóku þátt í könnuninni til að búa til formúluna, voru aðilarnir líklegastir til að enda í langtímasambandi með fimmta bólfélaganum.
Nákvæmlega einn af hverjum fjórum eða 25 prósent aðspurðra vildu meina að maki þeirra hefði átt að stunda kynlíf með fjórum öðrum einstaklingum áður en þeir stunduðu kynlíf með þeim. Hins vegar sagði einn af hverjum fimm karlmönnum að hann vildi vera sá fyrsti til að stunda kynlíf með konu sinni.
Karlarnir og konurnar sem tóku þátt töldu að það að vera fyndin/n væri helsti kosturinn sem maki þeirra gæti búið yfir, samkvæmt heimildum Daily Mail.
Hvernig þú ert í bólinu hefur einnig mikið að segja. Tuttugu og sex prósent af þeim karlmönnum sem tóku þátt sögðu að lykilatriðið í góðu sambandi væri gott kynlíf, en aðeins 13 prósent kvennanna sögðu það vera rétt.
MSN-sambandssérfræðingurinn og sálfræðingurinn Corinne Sweet sagði ástæðuna fyrir því að við biðum eftir að hitta bólfélaga númer fimm til að hefja langtímasamband væri sú að þá væru einstaklingarnir öruggastir með sig.
„Flestir byrja í alvarlegu sambandi og vonast til þess að það vari að eilífu. Færri vita að það er ekki fyrr en þeir hafa stundað kynlíf með maka númer fimm, sem einstaklingarnir vita í raun hvað þeir vilja, og eru öruggir með sig. Það að líta vel út hefur eitthvað að gera með það hversu þokkafullur einstaklingurinn er, en útlitið varir ekki að eilífu. Þar af leiðandi er mikilvægt að sjá persónuleika maka þíns, þrár hans og langanir,“ sagði Sweet.
Hún sagði að þessi ástarformúla MSN væri ekki heilagur sannleikur en að formúlan gæti hjálpað okkur að finna út hvað það er sem við viljum fá út úr samböndum.