Hvernig forðast skal „eitrað fólk“

Það er ekki þitt hlutverk að bjarga þeim sem talist …
Það er ekki þitt hlutverk að bjarga þeim sem talist geta "eitraðir". Getty Images

Lífs­stílsþjálf­inn Kat­hy Caprino legg­ur áherslu á mik­il­vægi þess að fólk fest­ist ekki í óheil­næm­um sam­bönd­um og hef­ur í starfi sínu kom­ist að því að það er einkum þrennt sem ein­kenn­ir fólk sem tal­ist get­ur „eitrað“. 

1. Allt snýst um það

Fjöl­margt fólk víl­ar ekki fyr­ir sér að hringja öll­um stund­um sól­ar­hrings­ins til þess að ræða um sín eig­in vanda­mál. Það hef­ur ekki einu sinni fyr­ir því að spyrja hvort vel standi á. Það snýst allt um það sjálft.

Þetta er fólk sem er mjög óham­ingju­samt og fast í fórn­ar­lamba-hugs­un­ar­hætt­in­um. Það ger­ir sér ekki grein fyr­ir eig­in gjörðum og hvernig þau eiga þátt í að skapa eig­in vanda­mál. Oft á tíðum er það reitt og gagn­rýnið á annað fólk. Það tel­ur vanda­mál sín eiga að fá fulla og taf­ar­lausa at­hygli annarra. 

All­ir sem telja að lífið snú­ist ein­ung­is um þá þurfa að fá vakn­ingu en sann­leik­ur­inn er sá að þú þarft ekki að vera sá sem stuðlar að þeirri vakn­ingu. Forðaðu þér.

2. Það virðir eng­in mörk

Það er næst­um ómögu­legt að byggja upp já­kvætt og stuðnings­ríkt sam­band við fólk sem virðir eng­in mörk og tek­ur ekki einu sinni eft­ir því þegar það veður yfir þig. Líttu á þá sem þú um­gengst nú og spurðu hvort þeir virði mörk þín. Haga þeir sér með viðeig­andi hætti og virða það þegar þú seg­ir já eða nei? 

Mörk­in sem þú set­ur skil­greina hver þú ert og viðhalda ör­yggi þínu. Það að gæta þess­ara marka get­ur varið þig fyr­ir óæski­leg­um at­b­urðum. Það er hollt að þekkja sín mörk og vera óhrædd­ur við að tjá vilja sinn. 

3. Sýna ekki þakk­læti

Það er alltaf ánægju­legt að eiga í sam­skipt­um við fólk sem er óhrætt við að sýna þakk­læti og vel­vild. Þeir sem gera það ekki og hafa sí­fellt áhyggj­ur af því að vera ekki að fá nóg í sinn hlut - þeim þarf að vísa á dyr.

Hvernig vís­ar maður „eitruðu fólki“ á dyr?

1. Vertu vin­gjarn­leg/​ur og kurt­eis

Vertu skýr í máli um að vinátta á þessu stigi máls sé ekki góð hug­mynd.

2. Vertu hrein­skil­in/​n

Útskýrðu hvernig fyr­ir­mynd­ar­vinátta á að vera og af hverju þessi vinátta stenst ekki þær kröf­ur.

3. Vertu djörf/​djarf­ur

Þakkaðu þeim fyr­ir tím­ann en út­skýrðu að þú setj­ir ákveðin viðmið um heiðarleika sem þú vilj­ir ekki stefna í hættu og því ættuð þið að fara hvort í sína átt­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda