Hvernig forðast skal „eitrað fólk“

Það er ekki þitt hlutverk að bjarga þeim sem talist …
Það er ekki þitt hlutverk að bjarga þeim sem talist geta "eitraðir". Getty Images

Lífsstílsþjálfinn Kathy Caprino leggur áherslu á mikilvægi þess að fólk festist ekki í óheilnæmum samböndum og hefur í starfi sínu komist að því að það er einkum þrennt sem einkennir fólk sem talist getur „eitrað“. 

1. Allt snýst um það

Fjölmargt fólk vílar ekki fyrir sér að hringja öllum stundum sólarhringsins til þess að ræða um sín eigin vandamál. Það hefur ekki einu sinni fyrir því að spyrja hvort vel standi á. Það snýst allt um það sjálft.

Þetta er fólk sem er mjög óhamingjusamt og fast í fórnarlamba-hugsunarhættinum. Það gerir sér ekki grein fyrir eigin gjörðum og hvernig þau eiga þátt í að skapa eigin vandamál. Oft á tíðum er það reitt og gagnrýnið á annað fólk. Það telur vandamál sín eiga að fá fulla og tafarlausa athygli annarra. 

Allir sem telja að lífið snúist einungis um þá þurfa að fá vakningu en sannleikurinn er sá að þú þarft ekki að vera sá sem stuðlar að þeirri vakningu. Forðaðu þér.

2. Það virðir engin mörk

Það er næstum ómögulegt að byggja upp jákvætt og stuðningsríkt samband við fólk sem virðir engin mörk og tekur ekki einu sinni eftir því þegar það veður yfir þig. Líttu á þá sem þú umgengst nú og spurðu hvort þeir virði mörk þín. Haga þeir sér með viðeigandi hætti og virða það þegar þú segir já eða nei? 

Mörkin sem þú setur skilgreina hver þú ert og viðhalda öryggi þínu. Það að gæta þessara marka getur varið þig fyrir óæskilegum atburðum. Það er hollt að þekkja sín mörk og vera óhræddur við að tjá vilja sinn. 

3. Sýna ekki þakklæti

Það er alltaf ánægjulegt að eiga í samskiptum við fólk sem er óhrætt við að sýna þakklæti og velvild. Þeir sem gera það ekki og hafa sífellt áhyggjur af því að vera ekki að fá nóg í sinn hlut - þeim þarf að vísa á dyr.

Hvernig vísar maður „eitruðu fólki“ á dyr?

1. Vertu vingjarnleg/ur og kurteis

Vertu skýr í máli um að vinátta á þessu stigi máls sé ekki góð hugmynd.

2. Vertu hreinskilin/n

Útskýrðu hvernig fyrirmyndarvinátta á að vera og af hverju þessi vinátta stenst ekki þær kröfur.

3. Vertu djörf/djarfur

Þakkaðu þeim fyrir tímann en útskýrðu að þú setjir ákveðin viðmið um heiðarleika sem þú viljir ekki stefna í hættu og því ættuð þið að fara hvort í sína áttina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda