Ný könnun leiðir í ljós að konur sem fara seint að sofa eru líklegri til þess að stunda meira kynlíf.
Niðurstöður könnunar sem var framkvæmd af háskólanum í Chicago leiðir í ljós að konur sem líta á sjálfa sig sem næturuglur eru með sömu áhættuhegðun og karlmenn sem vaka lengi.
Bæði karlmenn og konur sem kjósa að vaka lengur á kvöldin eru einnig líklegri til þess að stunda meira kynlíf, en eiga í færri alvarlegum samböndum.
Þeir sem rannsökuðu niðurstöður könnunarinnar vildu meina að mögulega væri ástæðan fyrir þessu sú að konur sem eru næturuglur eru yfirleitt með meira af kortisól hormóninu í líkamanum. Þrátt fyrir að karlmenn séu yfirleitt með meira af kortisól og testósteróni í líkamanum en konur almennt, eru konur sem vaka lengi á næturnar oft með jafnmikið af kortisól í líkamanum og karlmenn.
Samkvæmt heimildum vefsíðunnar Elite Daily er mikið magn kortisól í líkamanum oft tengt við mikla orku, örvun og streitu, sem virðist vera góð ástæða fyrir því að næturuglur vilji stunda kynlíf.
Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós að hátt kortisól magn í líkamanum geti leitt til meiri árangurs í ýmsum þáttum lífsins. Svo að það er aldrei að vita nema kynlíf þessa einstaklinga á næturnar sé að borga sig, meira segja í starfsframanum.