Getur þú séð hvernig einstaklingur er í rúminu með því einungis að horfa framan í viðkomandi?
Kínverjar hafa verið að æfa listina að lesa í andlit í meira en 3000 ár og segja að andlitseinkenni okkar segi allt um eðli okkar og langanir.
Mannsandlitið getur framkallað 7000 mismunandi svipbrigði – en við notum aðeins nokkur hundruð að jafnaði, en þau svipbrigði sem við gerum oftast skilja eftir merki þess á andlitum okkar.
Er við náum fertugsaldrinum má svo sannarlega sjá hvort við höfum brosað mikið í gegnum lífið eða grett okkur.
Hér eru nokkur merki sem við getum lesið úr andlitum einstaklinga, samkvæmt heimildum Daily Mail.
Augabrúnir. Þeir sem eru með augabrúnir sem eru smáar og út um allt hafa ekki mikinn áhuga á kynlífi. Þeir einstaklingar eru líklegri til að vera andlega þenkjandi og hafa minni áhuga á líkamlegum nautnum. Þykkar og miklar augabrúnir þýðir hins vegar að einstaklingurinn sé með mikla kynorku og hafi mikinn áhuga á kynlífi.
Augun. Ef einstaklingurinn er með föl augu þýðir það að það er auðvelt að geðjast honum í kynlífinu, en viðkomandi á erfitt með að skuldbinda sig. Það eru meiri líkur á að þessir einstaklingar skipti oftar um maka. Þeir sem eru hins vegar með dökk augu eru góðir elskhugar og ástríðufullir.
Nefið. Smátt nef þýðir að viðkomandi sé rómantískur og dreyminn. Beint nef táknar hins vegar að viðkomandi vill stunda mjög mikið kynlíf.
Varirnar og munnurinn. Þegar kemur að munninum þá virðist best að vera með stóran munn. Elskhugar sem eru með stóran munn eru taldir vera bestu elskendurnir. Ef þú ert með þykka neðrivör ertu mikið fyrir kynlíf. Einstaklingar með stóra munna eru metnaðarfullir og vilja vera ráðandi í svefnherberginu. Lítill munnur bendir hins vegar til þess að einstaklingurinn sé hugmyndaríkur og uppátækjasamur. En viðkomandi er hins vegar líklegur til þess að fá fullnægingu of fljótt.