Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur vinnur að bók um skapandi kynlíf fólks. Ragga, eins og hún er jafnan kölluð, hefur algerlega slegið í gegn með spurt og svarað dálk sínum hér á Smartlandi Mörtu Maríu, en þar hefur hún leitast við að svara spurningum lesenda á hispurslausan hátt.
„Nú fer að líða að útkomu fyrstu bókar minna um kynlíf. Forlagið gefur hana út og þið getið nælt ykkur í eintak í ágúst. En mig vantar nafn... til að gefa ykkur oggulitla hugmynd um efnistökin get ég ljóstrað upp eftirfarandi: Bókin skiptist í fjóra kafla: konur, karlar, saman og skapandi kynlíf. Í hverjum kafla læt ég gamminn geisa um efnið en einnig eru spurningar og svör. Í bókinni eru líka djúsí tilvitnanir í íslenskar kynverur úr fjölda viðtala sem ég tók á undirbúningstímanum,“ segir Ragga.
Ef þér dettur eitthvert sniðugt nafn í hug máttu smella HÉR.