Skrifar bók um kynlíf Íslendinga

Ragga Eiríks er að gefa út bók um kynlíf.
Ragga Eiríks er að gefa út bók um kynlíf.

Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur vinnur að bók um skapandi kynlíf fólks. Ragga, eins og hún er jafnan kölluð, hefur algerlega slegið í gegn með spurt og svarað dálk sínum hér á Smartlandi Mörtu Maríu, en þar hefur hún leitast við að svara spurningum lesenda á hispurslausan hátt.

„Nú fer að líða að útkomu fyrstu bókar minna um kynlíf. Forlagið gefur hana út og þið getið nælt ykkur í eintak í ágúst. En mig vantar nafn... til að gefa ykkur oggulitla hugmynd um efnistökin get ég ljóstrað upp eftirfarandi: Bókin skiptist í fjóra kafla: konur, karlar, saman og skapandi kynlíf. Í hverjum kafla læt ég gamminn geisa um efnið en einnig eru spurningar og svör. Í bókinni eru líka djúsí tilvitnanir í íslenskar kynverur úr fjölda viðtala sem ég tók á undirbúningstímanum,“ segir Ragga.

Ef þér dettur eitthvert sniðugt nafn í hug máttu smella HÉR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda