„Ég er gift næstum 40 ára gömul kona, sem hefur ekki verið að slá sér upp í 15 ár. Ég fór á stefnumót áður en internetið var fundið upp og áður en öll samskipti fóru í gegnum smartsímanna. Ég varð að horfa á þann sem ég var á stefnumóti með allt kvöldið og við urðum að hætta með hvort öðru augliti til auglitis,“ skrifar Pamela Brill í pistli sínum á Huffington Post og bætir við: „Og af því að ég elska vini mína þá vil ég benda á nokkur atriði sem karlmenn sem eru á lausu ættu að fara eftir.“
Hér eru 10 atriði sem einhleypir karlmenn þurfa að vera með á hreinu.
1. Ef þú ferð á stefnumót með konu og þið eigið ánægjulega stund saman, þá skaltu hringja í hana og bjóða henni aftur út. Ef stefnumótið var ömurlegt, skaltu hringja í hana og segja að það hafi verið ánægjulegt að hitta hana og óskaðu henni góðs gengis í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Ekki bara láta þig hverfa. Þú ert heigull ef þú þorir ekki að vera kurteis og hringja.
2. Spurðu konuna allavega þriggja spurninga um hana. Hlustaðu svo á svarið, eða láttu hana allavega halda að þú sért að hlusta. Enginn nema þú og mamma þín eruð til í að hlusta á einleik um þig.
3. Ef besta vinkona þín er einhleyp kona, þá verður þú að útskýra það á einhverjum tímapunkti.
4. Ef þú hefur verið giftur áður eða ert enn giftur lögum samkvæmt, þá er mikilvægt að deila þeim upplýsingum á fyrsta stefnumóti. Þú þarft ekki að fara út í smáatriði, en þú verður að deila þessum upplýsingum. Ef þú gerir það ekki á fyrsta stefnumóti er líklegt að konunni fari að gruna að það sé eitthvað ennþá í gangi á milli þín og fyrrverandi.
5. Borgaðu á fyrsta stefnumóti. Mér er alveg sama hversu frjálslyndur þú ert – eða hún. Það er sætt og vandað að borga á fyrsta stefnumóti, auk þess er það merki um að þú sért vel upp alinn. Hún má borga næst ef hún vill. Ef þú biður þjóninn að skipta reikningnum þá er mjög líklegt að þú lítir út fyrir að vera nískur, og það er ekki smart. Ef þú átt ekki mikinn pening getur þú boðið dömunni í kaffibolla eða grillað pylsur.
6. Ekki skófla matnum upp í þig. Ekki halda á hnífapörunum eins og þú sért sex ára. Notaðu pentudúk. Borðaðu með munninn lokaðan.
7. Brostu. Hlæðu. Brostu meira. Þú ert sætari er þú gerir það. Þið slakið líka betur á fyrir vikið.
8. Ef þú átt fleiri en einn kött, skaltu ekki segja henni það fyrr en á sjöunda stefnumóti. Þá er hún orðin ástfangin af þér hvort sem er og þá mun hún geta horft framhjá því.
9. Ef þú ert mjög náinn mömmu þinni skaltu fela það. Og alls ekki segja að móðir þín sé þinn besti vinur, það kemur ekki vel út.
10. Aftur, ef þú ert karlmaður skaltu hringja. Ekki ganga í burtu. Ekkert vera heigull.