Skilnaður er gjarnan sársaukafullt ferli sem enginn óskar sér að lenda í. Ef þú hins vegar þarft að standa í því brasi eru góðu fréttirnar hins vegar þær að nú getur þú algjörlega verið við taumana í kynlífinu, samkvæmt heimildum Huffington Post.
Hér eru 10 atriði sem þú ættir að vita um kynlíf eftir skilnað.
1. Þú jafnar þig ekki á fyrra sambandi með því að liggja undir öðrum. Þú verður að vita hvað þú vilt áður en þú ferð í næsta samband. Það er eðlilegt að fá fiðrildi í magann yfir nýjum og spennandi tímum á stefnumótamarkaðnum, en njóttu þess að vera einhleyp í einhvern tíma áður en þú ferð í næsta samband.
2. Kynlífsleikföng eru bestu vinir einhleypu konunnar. Þangað til að þú ert tilbúin að fara á stefnumót aftur, þá geta kynlífsleikföngin gert góða hluti fyrir þig.
3. Að vera allsber fyrir framan einhvern nýjan einstakling getur verið skelfileg tilhugsun. Líkami þinn gæti hafa breyst á þeim árum frá því að þú fórst síðast á stefnumót og mögulega ert þú búin að bæta á þig nokkrum kílóum. Góðu fréttirnar eru (nema þú sért að hitta einhvern sem er tuttugu árum yngri en þú) að það eru miklar líkur á því að þú hittir mögulegan maka, sem veit að konur eru eins misjafnar og þær eru margar. Og ef viðkomandi er 20 árum yngri þú er hann kannski mjög spenntur fyrir því að stunda kynlíf með konu með reynslu. Þú ættir því algjörlega að hætta að hugsa um þetta og njóta.
4. Kynsjúkdómar eru ekki bara eitthvað sem ungt fólk fær. Eins og aðrir þá þarf þú líka að fara til kynsjúkdómalæknis. Það er ekki gott að vera vitur eftir á.
5. Kynlíf eftir skilnað gefur sjálfstraust. Keyptu þér falleg nærföt og vertu ánægð í eigin skinni. Mundu að þú ert einhleyp og kynþokkafull.
6. Sleipiefni. Þurrkur í leggöngum orðið að vandamáli þegar þú eldist, sem getur haft áhrif á kynlífið. Ekki forðast kynlíf ef þú þekkir þetta vandamál. Það er til mikið af vörum og sleipiefnum sem geta hjálpað þér.
7. Mamma ætlar að djamma. Flestir einstæðir foreldrar búa sem betur við það að nokkur kvöld í viku fá þeir frí. Notaðu tímann til að velta fyrir þér hvað það er sem þú vilt. Finndu út hvað það er sem þú vilt sjá í karlmanni, og það sem er enn mikilvægara, finndu út hvað það var í þínu fyrra sambandi sem þú þoldir ekki. Þá er líka verið að meina innan veggja svefnherbergisins.
8. Getnaðarvarnarpillan. Ef þú hefur ekki í hyggju að eignast fleiri börn, eða þá að þú ert ekki tilbúin til þess strax, er gott að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni og finna út hvaða getnaðarvarnarpilla hentar þér.
9. Kynhvöt karlmanna nær hámarki um tvítugt. Það er sagt að karlmenn um tvítugt hafi mestu kynhvötina. Það þýðir hins vegar ekki að þeir sem eru eldri séu eitthvað slæmir. Þeir karlmenn sem eru eldri eru meira að segja líklegri til þess að vita betur hvað þeir eiga að gera til að fullnægja konu.
10. Kynlífið verður betra er þú eldist. Þú ert ekki gömul – þú ert reynd. Þú veist hvað virkar fyrir þig og hvað ekki.