Karlmenn eru tilfinninganæmari en konur

Kalrmenn eru samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar miklar tilfinningaverur.
Kalrmenn eru samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar miklar tilfinningaverur. mbl.is/AFP

Hann vill mögulega að þú haldir að hann sé harður nagli, en ekki láta þykkan skráp maka þíns blekkja þig.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar hafa leitt í ljós að þegar karlmenn og konur sem horfðu á sömu væmnu- og hjartnæmu myndböndin, þá voru það karlmennirnir sem upplifðu sterkari tilfinningar.

Hins vegar er þeir voru spurðir um tilfinningar sínar eftir að hafa horft á myndirnar og myndböndin, vildu þeir ekki viðurkenna að þeir hefðu upplifað miklar tilfinningar. Hins vegar voru konurnar ófeimnar við að tjá tilfinningar sínar eftir að hafa horft á myndböndin.

Í rannsókninni sem var haldið út af sálfræðisetrinu Mindlab, er þar af leiðandi goðsögninni um að karlmenn upplifi ekki sömu tilfinningar og konur hrakin burt, samkvæmt heimildum Daily Mail.

„Steríótýpan af karlmanni er að hann eigi að vera stöðugur og sýna ekki tilfinningar á meðan konur eru tilfinningaverur. Þessu er haldið að okkur í fjölmiðlum og í okkar félagslega umhverfi. Okkur hættir til að ofureinfalda og ýkja muninn á karlmönnum og konum, og erum líklegri til að einblína á vísbendingar sem styðja fyrirfram ákveðnar hugmyndir sem við höfum af hinum steríótýpíska karli og hinni steríótýpísku konu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa hins vegar í skyn að karlmenn eru alveg jafn tilfinninganæmir og konur, og upplifa jafnvel tilfinningar sterkar en konur. Þeir eru hins vegar ekki eins líklegir til þess að tjá tilfinningar sínar opinberlega, af því að það er ekki búist við því af þeim af samfélaginu,“ sagði taugasálfræðingurinn David Lewis, sem leiddi rannsóknina.

Þrjátíu einstaklingar tóku þátt í rannsókninni, 15 feður og 15 mæður. Þátttakendunum voru sýndar myndir og myndbönd, á meðan lífeðlisfræðileg viðbrögð þeirra voru mæld með rafskautum sem voru fest við fingur þeirra.

Efni myndanna og myndbandanna var skipt í fjóra hluta: Falleg, fyndin, spennandi og væmin- og hjartnæm.

Tilraunin sýndi að karlmenn voru tvisvar sinnum líklegri en konur til þess að upplifa sterkari tilfinningar er þeim voru sýndar ljósmyndir og myndbönd af væmnu- og hjartnæmu efni.

Tilfinningar karlmanna jukust mikið er þeir horfðu á myndband af hermanni sem var að snúa aftur heim eftir stríð og faðmar dóttur sína að sér.  

Eftir að þátttakendurnir horfðu á myndböndin og myndirnar, voru þeir beðnir að meta hvaða tilfinningar þeir fundu. 

Eins og við var að búast þá viðurkenndu konurnar tilfinningar sínar en karlmennirnir voru ekki tilbúnir til þess. 

Þrátt fyrir að karlmennirnir sögðust ekki upplifa tilfinningarnar eins sterkt og konurnar, sýndi svörun þeirra hins vegar að þeir upplifðu tilfinningar sínar sterkar en konur.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda