Karlmenn eru tilfinninganæmari en konur

Kalrmenn eru samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar miklar tilfinningaverur.
Kalrmenn eru samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar miklar tilfinningaverur. mbl.is/AFP

Hann vill mögu­lega að þú hald­ir að hann sé harður nagli, en ekki láta þykk­an skráp maka þíns blekkja þig.

Niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar hafa leitt í ljós að þegar karl­menn og kon­ur sem horfðu á sömu væmnu- og hjart­næmu mynd­bönd­in, þá voru það karl­menn­irn­ir sem upp­lifðu sterk­ari til­finn­ing­ar.

Hins veg­ar er þeir voru spurðir um til­finn­ing­ar sín­ar eft­ir að hafa horft á mynd­irn­ar og mynd­bönd­in, vildu þeir ekki viður­kenna að þeir hefðu upp­lifað mikl­ar til­finn­ing­ar. Hins veg­ar voru kon­urn­ar ófeimn­ar við að tjá til­finn­ing­ar sín­ar eft­ir að hafa horft á mynd­bönd­in.

Í rann­sókn­inni sem var haldið út af sál­fræðisetr­inu Mindlab, er þar af leiðandi goðsögn­inni um að karl­menn upp­lifi ekki sömu til­finn­ing­ar og kon­ur hrak­in burt, sam­kvæmt heim­ild­um Daily Mail.

„Steríótýp­an af karl­manni er að hann eigi að vera stöðugur og sýna ekki til­finn­ing­ar á meðan kon­ur eru til­finn­inga­ver­ur. Þessu er haldið að okk­ur í fjöl­miðlum og í okk­ar fé­lags­lega um­hverfi. Okk­ur hætt­ir til að of­ur­ein­falda og ýkja mun­inn á karl­mönn­um og kon­um, og erum lík­legri til að ein­blína á vís­bend­ing­ar sem styðja fyr­ir­fram ákveðnar hug­mynd­ir sem við höf­um af hinum steríótýpíska karli og hinni steríótýpísku konu. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar gefa hins veg­ar í skyn að karl­menn eru al­veg jafn til­finn­inga­næm­ir og kon­ur, og upp­lifa jafn­vel til­finn­ing­ar sterk­ar en kon­ur. Þeir eru hins veg­ar ekki eins lík­leg­ir til þess að tjá til­finn­ing­ar sín­ar op­in­ber­lega, af því að það er ekki bú­ist við því af þeim af sam­fé­lag­inu,“ sagði tauga­sál­fræðing­ur­inn Dav­id Lew­is, sem leiddi rann­sókn­ina.

Þrjá­tíu ein­stak­ling­ar tóku þátt í rann­sókn­inni, 15 feður og 15 mæður. Þátt­tak­end­un­um voru sýnd­ar mynd­ir og mynd­bönd, á meðan lífeðlis­fræðileg viðbrögð þeirra voru mæld með raf­skaut­um sem voru fest við fing­ur þeirra.

Efni mynd­anna og mynd­band­anna var skipt í fjóra hluta: Fal­leg, fynd­in, spenn­andi og væm­in- og hjart­næm.

Til­raun­in sýndi að karl­menn voru tvisvar sinn­um lík­legri en kon­ur til þess að upp­lifa sterk­ari til­finn­ing­ar er þeim voru sýnd­ar ljós­mynd­ir og mynd­bönd af væmnu- og hjart­næmu efni.

Til­finn­ing­ar karl­manna juk­ust mikið er þeir horfðu á mynd­band af her­manni sem var að snúa aft­ur heim eft­ir stríð og faðmar dótt­ur sína að sér.  

Eft­ir að þátt­tak­end­urn­ir horfðu á mynd­bönd­in og mynd­irn­ar, voru þeir beðnir að meta hvaða til­finn­ing­ar þeir fundu. 

Eins og við var að bú­ast þá viður­kenndu kon­urn­ar til­finn­ing­ar sín­ar en karl­menn­irn­ir voru ekki til­bún­ir til þess. 

Þrátt fyr­ir að karl­menn­irn­ir sögðust ekki upp­lifa til­finn­ing­arn­ar eins sterkt og kon­urn­ar, sýndi svör­un þeirra hins veg­ar að þeir upp­lifðu til­finn­ing­ar sín­ar sterk­ar en kon­ur.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda