Átti í kynferðislegu sambandi við föður sinn

Ung kona að nafni Natasha Rose Chenier átti í kynferðislegu …
Ung kona að nafni Natasha Rose Chenier átti í kynferðislegu sambandi við föður sinn. Hún hefur nú fjallað opinberlega um sögu sína.

Ung kona að nafni Natasha Rose Chenier deildi átak­an­legri sögu sinni með les­end­um Jeze­bel í gær. Sag­an er um kyn­ferðis­legt sam­band henn­ar við föður sinn en hún hitti hann í fyrsta skipti þegar hún var 19 ára. „Líf­fræðileg­ur faðir minn vildi stunda kyn­líf með mér frá því hann sá mig í fyrsta sinn. Ég komst að þessu tveim­ur árum eft­ir að ég hitti hann,“ skrif­ar Chenier sem hef­ur átt erfitt með að tak­ast á við lífs­reynslu sína. 

Chenier ákvað að leita að föður sín­um þegar hún var 19 ára skömmu eft­ir að hún hafði rif­ist við móður sína. Fyrst um sinn gekk allt eins og í sögu. „Hann bjó í Jamaíka og frá 19 ára aldri til 21 árs ald­urs þá heim­sótti ég hann. Hann heillaði mig og dekraði við mig. Við átt­um margt sam­eig­in­legt og við náðum vel sam­an,“ skrif­ar Chenier.

Sam­bandið var skrýtið frá upp­hafi

Chenier viður­kenn­ir þó að sam­band þeirra hafi verið skrýtið frá upp­hafi því faðir henn­ar talaði til dæm­is við hana um kyn­líf sitt og þau gistu stund­um í sama rúmi. „Við héld­um um hvort annað og mér fannst ég vera ör­ugg. En þegar ég fór að laðast að hon­um kyn­ferðis­lega var mér brugðið. Ég ræddi þetta ekki við neinn, allra síst hann. Ég fór heim [til Kan­ada] og vonaðist til að þess­ar til­finn­ing­ar myndu hverfa, það gerðu þær ekki.“

„Í þess­ari sein­ustu heim­sókn minni til Jamaíka komst ég að því að til­finn­ing­ar mín­ar til hans voru gagn­kvæm­ar.“ Chenier vissi að sam­band henn­ar við föður sinn var rangt en hún seg­ir til­finn­ing­ar sín­ar hafa verið sem „álög“. „Við stunduðum munn­mök nokkr­um sinn­um,“ skrif­ar Chenier meðal ann­ars. Hún seg­ir þetta tíma­bil hafa verið það versta í lífi henn­ar.

Chenier kveðst hafa fundið fyr­ir mikl­um for­dóm­um þegar málið komst upp. Hún seg­ir að þessi grein sín um sam­band sitt við föður henn­ar muni ef­laust verða til þess að hún finni fyr­ir enn meiri for­dóm­um. Hún vill þó skrifa um reynslu sína því hún seg­ir sam­bönd sem þessi vera al­geng­ari en fólk tel­ur. „Ef að um kyn­ferðis­legt sam­band for­eldra við barn er að ræða ber for­eldrið alltaf ábyrgðina. Ég er loks­ins far­in að skilja að til­finn­ing­ar mín­ar og af­leiðing­ar þeirra voru ekki mér að kenna.

Grein Chenier má lesa í fullri lengd á heimasíðu Jeze­bel.

Skjáskot af heimasíðu Natasha Rose Chenier. Á heimsíðu Chenier má …
Skjá­skot af heimasíðu Natasha Rose Chenier. Á heimsíðu Chenier má finna sögu sem byggð er á henn­ar eig­in lífs­reynslu. www.natasharosechenier.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda