Ung kona að nafni Natasha Rose Chenier deildi átakanlegri sögu sinni með lesendum Jezebel í gær. Sagan er um kynferðislegt samband hennar við föður sinn en hún hitti hann í fyrsta skipti þegar hún var 19 ára. „Líffræðilegur faðir minn vildi stunda kynlíf með mér frá því hann sá mig í fyrsta sinn. Ég komst að þessu tveimur árum eftir að ég hitti hann,“ skrifar Chenier sem hefur átt erfitt með að takast á við lífsreynslu sína.
Chenier ákvað að leita að föður sínum þegar hún var 19 ára skömmu eftir að hún hafði rifist við móður sína. Fyrst um sinn gekk allt eins og í sögu. „Hann bjó í Jamaíka og frá 19 ára aldri til 21 árs aldurs þá heimsótti ég hann. Hann heillaði mig og dekraði við mig. Við áttum margt sameiginlegt og við náðum vel saman,“ skrifar Chenier.
Sambandið var skrýtið frá upphafi
Chenier viðurkennir þó að samband þeirra hafi verið skrýtið frá upphafi því faðir hennar talaði til dæmis við hana um kynlíf sitt og þau gistu stundum í sama rúmi. „Við héldum um hvort annað og mér fannst ég vera örugg. En þegar ég fór að laðast að honum kynferðislega var mér brugðið. Ég ræddi þetta ekki við neinn, allra síst hann. Ég fór heim [til Kanada] og vonaðist til að þessar tilfinningar myndu hverfa, það gerðu þær ekki.“
„Í þessari seinustu heimsókn minni til Jamaíka komst ég að því að tilfinningar mínar til hans voru gagnkvæmar.“ Chenier vissi að samband hennar við föður sinn var rangt en hún segir tilfinningar sínar hafa verið sem „álög“. „Við stunduðum munnmök nokkrum sinnum,“ skrifar Chenier meðal annars. Hún segir þetta tímabil hafa verið það versta í lífi hennar.
Chenier kveðst hafa fundið fyrir miklum fordómum þegar málið komst upp. Hún segir að þessi grein sín um samband sitt við föður hennar muni eflaust verða til þess að hún finni fyrir enn meiri fordómum. Hún vill þó skrifa um reynslu sína því hún segir sambönd sem þessi vera algengari en fólk telur. „Ef að um kynferðislegt samband foreldra við barn er að ræða ber foreldrið alltaf ábyrgðina. Ég er loksins farin að skilja að tilfinningar mínar og afleiðingar þeirra voru ekki mér að kenna.
Grein Chenier má lesa í fullri lengd á heimasíðu Jezebel.