Elítufeministarnir skála í kampavíni

Elítufeministarnir troða sér í toppstöður og skála í kampavíni meðan …
Elítufeministarnir troða sér í toppstöður og skála í kampavíni meðan kynsystur þeirra búa afskiptar við ofbeldi og kúgun skrifar pistlahöfundur. Esben Salling

Elítu­fem­in­ist­arn­ir troða sér í topp­stöður og skála í kampa­víni meðan kyn­syst­ur þeirra búa af­skipt­ar við of­beldi og kúg­un.

„Á meðan þið skálið í kampa­víni fyr­ir alþjóðleg­um bar­áttu­degi kvenna, klappið hvor ann­arri á bakið, tryggið ykk­ur fleiri stjórn­un­ar­stöður og talið um sam­stöðu búa kyn­syst­ur ykk­ar í þessu landi við nauðgun, of­beldi og kúg­un á hverj­um degi,“ skrif­ar laga­nem­inn og inn­flytj­and­inn Silv­ana Mouaz­an í bein­skeitt­um pistli sín­um á vef danska blaðsins Politiken.

Hún gef­ur ekk­ert eft­ir og seg­ir danska femín­ista fjarri raun­veru­leik­an­um og þá sér í lagi raun­veru­leika inn­flytj­enda og þeirra kvenna sem eru verst sett­ar í sam­fé­lag­inu. Hún seg­ir þær karpa um ómerki­leg mál og aðallega reyna að koma sjálf­um sér áfram meðan það sem máli skipt­ir er haft útund­an. 

Brotna und­an álag­inu

„Elít­an sit­ur á toppn­um og er stolt af því hvað nú­tíma­kon­an er orðin sjálf­stæð. Á sama tíma hafa vænt­ing­ar og kröf­ur til móður­hlut­verks­ins breyst í takt við breyt­ing­ar í sam­fé­lag­inu síðustu 50 árin. Elít­an ger­ir sí­fellt há­vær­ari kröf­ur til for­eldra og sér­stak­lega ein­stæðra mæðra sem eiga að ná að sam­eina at­vinnu og fjöl­skyldu­lífið. En það eru til kon­ur sem ná ekki að fylgja þess­um breyt­ing­um. Þær stand­ast ekki vænt­ing­arn­ar og brotna und­an álag­inu,“ skrif­ar Mouaz­an og bend­ir á að marg­ar kon­ur hafi ekk­ert bak­land, séu fé­lags­lega ein­angraðar og búi enn við of­beldi af hálfu fyrr­ver­andi eig­in­manns sem hafi jafn­framt tek­ist að halda þeim utan við danskt sam­fé­lag sem þeim finnst þær ekki til­heyra.

Þras um kynjuð leik­föng

Hún tal­ar jafn­framt um kon­ur sem hafa verið þvingaðar í vændi og velt­ir því fyr­ir sér að meðan dansk­ir þing­menn og kon­ur ræði hvort leyfa eigi vændi áfram eða banna það sé lítið sem ekk­ert gert fyr­ir þær inn­fluttu kon­ur sem gangi þegar um göt­urn­ar, neydd­ar til að stunda vændi.

„Hvað er danskt kvenna­sam­fé­lag að gera fyr­ir þær sem eru verst sett­ar í þjóðfé­lag­inu?“ spyr Mouaz­an. „Í stað þess að nota þessa sam­einuðu krafta í þágu þeirra sem þurfa á þeim að halda eru kon­urn­ar að eyða ork­unni í þras um upp­still­ingu á kynjuðum leik­föng­um í stór­markaði,“ skrif­ar hún reið.

Barist fyrir kvenréttindum á alþjóðadeginum þann 8. mars.
Bar­ist fyr­ir kven­rétt­ind­um á alþjóðadeg­in­um þann 8. mars. LOIC VEN­ANCE

Þekki málið frá báðum hliðum

„Vel menntaðir elítu­fem­in­ist­arn­ir eru aðallega að berj­ast fyr­ir sjálfa sig, koma sér í fleiri stjórn­un­ar­stöður og fá hærri laun. Þær eru sjálf­skipaðir tals­menn femín­ism­ans en hafa aldrei upp­lifað bar­átt­una fyr­ir al­vöru á eig­in skinni. Sjálf er ég elítu­kona sem þekki málið frá báðum hliðum og tel að mér sé ætlað að berj­ast fyr­ir þess­ar kon­ur, því hver ætti ann­ars að gera það?

„Að segja við þess­ar kúguðu kon­ur að þær eigi að koma sér úr fórn­ar­lambs­hlut­verk­inu og gera upp vand­ann jafn­gild­ir því að halda þeim áfram í þeirrri stöðu að vera kúga­ar,“ skrif­ar Mouaz­an en pist­il henn­ar má lesa í heild sinni hér

Barist fyrir kvenréttindum í Frakklandi á alþjóðadeginum þann 8. mars.
Bar­ist fyr­ir kven­rétt­ind­um í Frakklandi á alþjóðadeg­in­um þann 8. mars. LOIC VEN­ANCE
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda