5 einkenni flagarans - Hann er bara að nota þig

Don Draper í Mad Men þáttunum var óforbetranlegur flagari.
Don Draper í Mad Men þáttunum var óforbetranlegur flagari.

Þeir eru kallaðir sjálfsdýrkendur, narsissitar, flagarar, kvennabósar, kvennamenn... Í stuttu máli; menn sem meina ekkert með þessu, eru aðeins að reyna að komast yfir sem flestar konur til að draga úr eigin ómeðviðtaða óöryggi. 

En hvernig veistu að hann er flagari? 

1. Vinkonur hans á Facebook

Er þetta tilviljun að einu sameiginlegu vinir ykkar á Facebook séu óvart stelpur sem kjósa að klæða sig eins og stripparar eða hvað? Og er það tilviljun að þú megir bara ekki sjá vinalistann hans? Er kannski frekar sérstakt hvað hann á margar „vinkonur“ miðað við að vera gagnkynhneigður karl? 

2. Kristín, nei Þórunn, nei Dísa!

Man hann ekki hvað þú heitir. Ef hann er í sambandi við margar konur í senn er líklegt að hann sé að reyna að halda of mörgum boltum á lofti og fyrir stressaðan huga nútímamannsins er eðlilegt að þetta fari allt í hálfgerða flækju. 

3. Við en ekki ég

Hann er lúmskur. Hann veit að ástæða þess að þið eruð að deita er sú að þú ert mögulega til í að gera meiri alvöru úr sambandinu síðar meir. Til að lokka þig lengra inn segir hann alltaf við en ekki ég til að láta þér líða eins og það sé allt að fara að gerast hjá ykkur. 

4. Endalausir gullhamrar

Menn sem vilja sjálfir fá aðdáun frá þér eru ekkert að spara hrósið. Málið er að þeir fara heldur mikið yfir strikið og verða ýktir í hrósinu. Ef hann er alveg að tapa sér í hvert sinn sem þið hittist þarftu að spá aðeins í þetta. Ef hann gerir ekki annað en að dýrka þig og dásama eru góðar líkur á að hann sé flagari og að eini ávinningur hans með hrósinu sé að tjóðra þig við sig og fá aðdáun til baka. 

5. Pukur með símann

Ef hann er alltaf að pukra með símann sinn, senda skilaboð og passa að þú sjáir aldrei á skjáinn þá er augljóslega eitthvað vafasamt í gangi. Allt pukur með símann er ekki eðlilegt í heiðarlegu sambandi. Hann er eflaust með margar í gangi. Það síðasta sem framhjáhaldari eða flagari vill er að þú komist í símann hans. 

Þetta er vitað mál: Ef það er á allra vörum að hann sé flagari þá skaltu ekki halda mikið lengra. Sumir menn breytast en fæstir gera það. Ef hann er með slóð af svekktum stelpum á bak við sig þá eru ekki miklar líkur á því að þú sért að fara að breyta þessu. Sparaðu bæði tímann og orkuna og láttu hann bara róa. 

Steindi veit allt um þessar týpur. Hér flytur hann lagið Flagari. 

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="https://www.youtube.com/embed/4L7hkHrTFeA" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
Flagarinn vill ekki að þú komist í símann hjá honum.
Flagarinn vill ekki að þú komist í símann hjá honum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda