Kynferðisofbeldi í AA samtökunum

Í grein sinni gagnrýnir hún „umburðarlyndi“ innan samtakanna og bendir …
Í grein sinni gagnrýnir hún „umburðarlyndi“ innan samtakanna og bendir á að menn sem beita kynferðisofbeldi séu ekki „veikir menn sem þarf að biðja fyrir“ heldur einfaldlega glæpamenn.

AA menn og konur tala sitt eigið tungumál og innan AA samtakanna eru ótal frasar sem aðeins innvígðir kannast við. 

Einn þessara frasa er þegar talað er um 13. sporið en þeir sem iðka þrettánda sporið stunda það að reyna að fá nýliða í samtökunum til lags við sig. 

Á vefmiðlinum The Fix, sem sérhæfir sig í umfjöllun um edrúmennsku, segir ung kona sögu sína af því þegar hún steig sín fyrstu spor í AA. Hún var þá sautján ára og hafði aldrei prófað kynlíf, var enn hrein mey. Ekki leið á löngu þar til maður á fertugsaldri nálgaðist hana með aðeins eitt í huga. 

Í grein sinni gagnrýnir hún „umburðarlyndi“ innan samtakanna og bendir á að menn sem beita kynferðisofbeldi séu ekki „veikir menn sem þarf að biðja fyrir“ heldur einfaldlega glæpamenn. 

„Þessir menn voru að sverma fyrir mér, og öllum kvenkyns nýliðum sem voru of ungar og óreyndar til að gera greinarmun á hjálparhönd AA samtakanna og káfandi hönd pervertsins. Þeir buðu mig velkomna á fundum, föðmuðu mig og knúsuðu aðeins of lengi eftir fundi, gáfu mér sígarettur þegar ég hafði ekki aldur til að kaupa mínar eigin. Mér fannst prógrammið umvefja mig. Ég hafði aldrei fengið svona mikla athygli á ævinni.“

Misnotuðu traust og reynsluleysi - Hann bað mig að kalla sig pabba

„En það sem ég hélt að væri í raun bara meinlaust daður - af því daður er meinlaust þegar maður er 17 og þarf að vera komin heim klukkan tíu - var í raun leið þeirra til að misnota traust mitt og reynsluleysi.“ 

„Það var J. Hann bauð mér heim til sín til að lesa AA bókina en þegar við komum þangað og ég spurði hvað við værum að fara að lesa hló hann og vísaði mér á svefnherbergið. Ég leyfði honum að kyssa mig og káfa á mér af því ég vissi ekki að ég mátti segja nei. Hann var fullorðinn, ég var krakki. Hann var að verða fertugur, ég var 17. Foreldrar mínir höfðu kennt mér að bera virðingu fyrir fullorðnum og ég hélt ég væri að gera nákvæmlega það. Þetta gæti líka hvorki verið rangt eða siðlaust fyrst J var að gera þetta. Hann hafði verið edrú í 15 ár og var að sponsa milljón manns. Hann var fullorðinn.“

Hún heldur áfram og segir jafnframt söguna af kynnum sínum af manni sem hún kallar C. Hann var 36 ára og með tveggja stafa tölu í edrú árafjölda. 

„Hann átti dóttur sem var nokkrum árum yngri en ég. Það er furðulegt að hugsa til baka og átta sig á að það sem hann gerði mér var nauðgun,“ skrifar hún og bætir við að hún hafi á þeim tíma bara talið sig vera að taka þátt í AA starfi. 

„Það var enginn sem hélt byssu að höfðinu á mér. Ég hélt bara að ég væri að gera allt þetta skemmtilega í AA... Ég áttaði mig ekki einu sinni á viðvörunarbjöllunum sem hefðu átt að fara í gang þegar hann bað mig að kalla sig pabba.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda