Brúðurin á myndinni lítur kannski út fyrir að samgleðjast parinu sem stendur fyrir framan hana en gerir hún það í raun og veru? Þessi mynd af brúðkaupsgesti bera upp bónorð beint fyrir framan nýgift hjónin hefur vakið mikla athygli.
Myndin birtist nýverið á Reddit og hefur síðan þá farið sem eldur um sinu á internetinu. Flestir virðast vera sammála um að uppátæki brúðkaupsgestsins hafi ekki verið viðeigandi.
Brúðkaupsdagurinn er gjarnan talinn einn stærsti dagur í lífi þeirra sem ganga í það heilaga. Allt á að snúast um brúðhjónin og þeirra hjónaband. Þess vegna hefur meðfylgjandi mynd vakið mikla athygli, þarna stálu brúðkaupsgestirnir senunni.
Athugasemdirnar hafa hrúgast inn fyrir neðan myndina. „Brosið hennar segir: „til hamingju“ en augnaráðið segir: „tíkin“,“ skrifaði einn Reddit-notandi. „Ég held að fólk sem gerir eitthvað svona geti hreinlega ekki sætt sig við að vera ekki miðpunktur athyglinnar,“ sagði annar notandi.
Ekki er vitað hvort að brúðhjónin á myndinni hafi vitað af áætlun brúðkaupsgestsins en samt sem áður er gjörningurinn frekar sérstakur.