Linda Baldvins hjálpar konum að ganga út

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Kvöldið byrjum við  með því að skoða hvar við þurfum að vera staddar sjálfar til að vera tilbúnar fyrir ástarsamband og í öðru lagi verður  talað um spurningar sem byggðar eru á rannsókn Arthurs Arons sem starfar við Stony Brook-háskólann í New York. Mandy Len Catron skrifaði síðan grein í New York Times um reynslu sína af því að nota þessa aðferð og fór sú grein sigurför um allan heim. Og Mandy fann sinn eina sanna með því að nota þessa aðferð,“ segir Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og þáttastjórnandi, í þáttunum Linda og lífsbrotin á Smartlandi Mörtu Maríu.

Linda er að fara af stað með námskeið sem hjálpar fólki að finna framtíðarmaka.

„Samkvæmt rannsókn Arons skiptir miklu máli að skapa nánd á fyrsta deiti og getur það skipt sköpum varðandi framhaldið. Oft og tíðum erum við vandræðaleg á fyrsta deiti og búum til einhverja falska mynd af okkur sjálfum, eða vitum ekkert hvað við eigum að segja, og þá eru meiri líkur en minni á því að allt fari út út um þúfur í framhaldinu. Mistökin sem við gerum oft á fyrsta deiti er að við einblínum eingöngu á útlitið og dæmum fólk út frá þeim tíma sem tekur að drekka úr einum kaffibolla og feimnislegu spjalli ofan í bollann. Með því að nota aðferð dr Arons ættum við að ná vel inn að kjarna manneskjunnar og geta dæmt betur um það hvort  manneskjan falli vel að okkar persónuleika eða ekki,“ segir Linda og bætir við:

„Og með því að skoða þau atriði sem við ætlum að tala um á þessu kvöldi og undirbúa okkur vel fyrir fyrsta deitið stóraukast líkurnar á því að við náum árangrinum sem við erum að sækjast eftir, að finna þann eina sanna. Nú eða í versta falli eignumst við bara náinn vin sem við vitum helling um.

Solla NYX mun svo kenna okkur hvernig við getum aukið sjálfstraustið á deitinu með öllum trixunum í bókinni, hún er snillingur í sínu fagi stelpan. En fyrst og síðast verður þetta skemmtilegt kvöld sem er stútfullt af upplýsingum fyrir þær skvísur sem eru enn á lausu, og við ætlum að hafa það gaman saman,“ segir Linda.

Námskeiðið fer fram 14. okóber í Hverafold 1-3. Nánari upplýsingar gefur Linda á linda@manngildi.is

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda