Linda Baldvins hjálpar konum að ganga út

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Kvöldið byrj­um við  með því að skoða hvar við þurf­um að vera stadd­ar sjálf­ar til að vera til­bún­ar fyr­ir ástar­sam­band og í öðru lagi verður  talað um spurn­ing­ar sem byggðar eru á rann­sókn Arth­urs Arons sem starfar við Stony Brook-há­skól­ann í New York. Man­dy Len Catron skrifaði síðan grein í New York Times um reynslu sína af því að nota þessa aðferð og fór sú grein sig­ur­för um all­an heim. Og Man­dy fann sinn eina sanna með því að nota þessa aðferð,“ seg­ir Linda Bald­vins­dótt­ir, markþjálfi og þátta­stjórn­andi, í þátt­un­um Linda og lífs­brot­in á Smartlandi Mörtu Maríu.

Linda er að fara af stað með nám­skeið sem hjálp­ar fólki að finna framtíðarmaka.

„Sam­kvæmt rann­sókn Arons skipt­ir miklu máli að skapa nánd á fyrsta deiti og get­ur það skipt sköp­um varðandi fram­haldið. Oft og tíðum erum við vand­ræðaleg á fyrsta deiti og búum til ein­hverja falska mynd af okk­ur sjálf­um, eða vit­um ekk­ert hvað við eig­um að segja, og þá eru meiri lík­ur en minni á því að allt fari út út um þúfur í fram­hald­inu. Mis­tök­in sem við ger­um oft á fyrsta deiti er að við ein­blín­um ein­göngu á út­litið og dæm­um fólk út frá þeim tíma sem tek­ur að drekka úr ein­um kaffi­bolla og feimn­is­legu spjalli ofan í boll­ann. Með því að nota aðferð dr Arons ætt­um við að ná vel inn að kjarna mann­eskj­unn­ar og geta dæmt bet­ur um það hvort  mann­eskj­an falli vel að okk­ar per­sónu­leika eða ekki,“ seg­ir Linda og bæt­ir við:

„Og með því að skoða þau atriði sem við ætl­um að tala um á þessu kvöldi og und­ir­búa okk­ur vel fyr­ir fyrsta deitið stór­aukast lík­urn­ar á því að við náum ár­angr­in­um sem við erum að sækj­ast eft­ir, að finna þann eina sanna. Nú eða í versta falli eign­umst við bara ná­inn vin sem við vit­um hell­ing um.

Solla NYX mun svo kenna okk­ur hvernig við get­um aukið sjálfs­traustið á deit­inu með öll­um trix­un­um í bók­inni, hún er snill­ing­ur í sínu fagi stelp­an. En fyrst og síðast verður þetta skemmti­legt kvöld sem er stút­fullt af upp­lýs­ing­um fyr­ir þær skvís­ur sem eru enn á lausu, og við ætl­um að hafa það gam­an sam­an,“ seg­ir Linda.

Nám­skeiðið fer fram 14. okó­ber í Hvera­fold 1-3. Nán­ari upp­lýs­ing­ar gef­ur Linda á linda@mann­gildi.is

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Bald­vins­dótt­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda