Er barnið þitt með lágt sjálfsmat?

Öll viljum við að börnin okkar séu sátt í eigin …
Öll viljum við að börnin okkar séu sátt í eigin skinni. Skjáskot Popsugar

Öll viljum við að börnin okkar séu sátt í eigin skinni. Þó er það svo að börn, líkt og fullorðnir, geta barist við lítið sjálfstraust. Þar af leiðandi er nauðsynlegt fyrir foreldra að þekkja vísbendingarnar sem benda til þess, svo að hægt sé að grípa í taumana.  

Vefsíðan Popsugar hefur tekið saman nokkur einkenni sem benda til þess að barnið þitt kljáist við lágt sjálfstraust.

Barnið tekur hvorki hrósi, né ábendingum
Börn sem eru með lágt sjálfsálit eiga erfitt með að taka uppbyggilegri gagnrýni, sem og hrósi. Þegar barninu er hrósað á það til að vera þér ósammála, hrista höfuðið eða ranghvolfa augunum.

Barnið forðast krefjandi verkefni
Forðast barnið þitt áskoranir, eða gefst auðveldlega upp þegar á móti blæs? Þetta gefur jafnan til kynna ótta við að mistakast, sem gjarnan er sprottinn af litlu sjálfstrausti.

Barnið heldur sig til hlés
Börn eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Að sjálfsögðu eru þau ekki öll fyrir mikla athygli gefin, en mikil feimni getur þó gefið til kynna að sjálfstrausti þeirra sé ábótavant.

Barnið dæmir sjálft sig hart
Þetta kann að virðast augljóst, en það er engu að síður vert að benda á þetta. Börnum á unglingsárunum er oft hættara við lágu sjálfsmati, en yngri börn geta engu að síður þjáðst af því líka.

Ef barnið þitt er stöðugt að tala illa um útlit, gáfur eða hæfileika sína er hugsanlega tími til kominn að skerast í leikinn.

Barnið stríðir, eða leggur aðra í einelti
Okkur hættir til að trúa því að stríðnispúkar hafi frábært sjálfstraust, og í sumum tilfellum er það rétt, en mikil stríðni getur einnig verið merki um lágt sjálfsmat.

Brosmilt og ánægt barn gleður foreldra sína.
Brosmilt og ánægt barn gleður foreldra sína. EPA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda