30 daga áskorun fyrir einhleypu stelpurnar

Það er nauðsynlegt að geta átt gæðastund með sjálfum sér.
Það er nauðsynlegt að geta átt gæðastund með sjálfum sér. Skjáskot Huffington Post

Það hafa all­ir gott að því að stíga út fyr­ir þæg­inda­hring­inn. Þess vegna hef­ur vefsíðan Popsug­ar tekið sam­an áskor­un fyr­ir ein­hleypu kon­urn­ar þarna úti. Aðal­atriðið er auðvitað að skemmta sér og hafa gam­an að líf­inu. Kær­ast­ar eru auka­atriði.  

Dag­ur 1
Fylgdu ein­hverj­um sæt­um á sam­fé­lags­miðlum.

Dag­ur 2
Skrifaðu niður kosti sem þú vilt að framtíðar maki þinn búi yfir.

Dag­ur 3
Skrifaðu niður það sem þú vilt alls ekki að maki framtíðar­inn­ar búi yfir.

Dag­ur 4
Gerðu þig sæta og taktu „selfie“.

Dag­ur 5
Skelltu þér á bar, kaffi­hús eða skemmti­stað sem þú hef­ur ekki heim­sótt fyrr.

Dag­ur 6
Myndaðu augn­sam­band við ein­hvern (eða alla) sem þér þykir aðlaðandi.

Dag­ur 7
Prófaðu nýtt stefnu­móta­for­rit.

Dag­ur 8
Gefðu ein­hverj­um sem þér líst vel á síma­núm­erið þitt.

Dag­ur 9
Leyfðu vini, eða vin­konu, að skipu­leggja blint stefnu­mót fyr­ir þig.

Dag­ur 10
Farðu út að skemmta þér með ein­hleypu vin­um þínum.

Dag­ur 11
Skipu­legðu skemmti­lega kvöld­stund og fáðu vini þína til að bjóða (ein­hleyp­um) vin­um sín­um.

Dag­ur 12
Hafðu sam­band við ein­hvern sem þér leist eitt sinn vel á, en ekk­ert varð úr þar sem tíma­setn­ing­in var ekki góð.

Dag­ur 13
Bjóddu ein­hverj­um sem þú þekk­ir ein­ung­is af sam­fé­lags­miðlum að gera eitt­hvað skemmti­legt með þér.

Dag­ur 14
Eyddu fyrr­ver­andi kær­asta, eða kær­ustu, út af Face­book.

Dag­ur 15
Bryddaðu upp á sam­ræðum við ein­hvern sem þú þekk­ir ekki.

Dag­ur 16
Farðu með vin­kon­um þínum í kara­oke.

Dag­ur 17
Ekki skoða sam­fé­lags­miðla í heil­an dag.

Dag­ur 18
Ekki svara skila­boðum frá hjásvæf­unni þinni.

Dag­ur 19
Losaðu þig við gamla muni úr fyrri sam­bönd­um.

Dag­ur 20
Gerðu djarf­ar breyt­ing­ar á út­liti þínu, svo sem að fara í klipp­ingu eða kaupa nýj­an varalit, og eyddu öll­um deg­in­um í að hugsa á já­kvæðum nót­um um sjálfa þig.

Dag­ur 21
Farðu á kósý stefnu­mót með sjálfri þér, borðaðu góðan mat og horfðu á skemmti­lega mynd.

Dag­ur 22
Víkkaðu út sjón­deild­ar­hring­inn og hittu nýtt fólk. Þú get­ur til dæm­is skráð þig í les­hring eða hópíþrótt.

Dag­ur 23
Kauptu nýtt dress og geymdu það fyr­ir stefnu­mót sem þú ert veru­lega spennt fyr­ir.

Dag­ur 24
Farðu í há­deg­is­mat með vini, eða vin­konu, þar sem bannað er að tala um ástar­lífið.

Dag­ur 25
Eyddu degi með sjálfri þér. Þú get­ur til dæm­is farið í göngu­ferð með hund­inn eða lesið tíma­rit á kaffi­húsi.

Dag­ur 26
Daðraðu við ein­hvern sem þú ert skot­in í á sam­fé­lags­miðlum.

Dag­ur 27
Skapaðu nýja minn­ingu tengda stað sem þú heim­sótt­ir oft með fyrr­ver­andi.

Dag­ur 28
Kveiktu á kert­um, settu þægi­lega tónlist á fón­inn og farðu í freyðibað.

Dag­ur 29
Biddu for­eldra þína, eða ein­hvern sem þú lít­ur upp til, að gefa þér sam­bands­ráð.

Dag­ur 30
Eyddu deg­in­um í að skemmta þér eins mikið og þér er unnt, og ekki hafa nein­ar áhyggj­ur af hjú­skap­ar­stöðu þinni.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda