Nýleg rannsókn leiddi í ljós að allt að 97% karlmanna horfa reglulega á klám. Kynlífsfræðingurinn Tracy Cox bendir á að vaxandi hópur karlmanna sé farinn að taka klám fram yfir hefðbundið kynlíf, og deilir nokkrum ráðum með lesendum sem vilja lokka karlinn aftur í bólið.
„Flesta konur komast að klámnotkun maka sinna þegar þær skoða leitarsöguna í tölvunni þeirra, „óvart“ að sjálfsögðu.“
Cox bendir á að ef þar sé einungis að finna nokkrar hefðbundnar klámsíður, sem heimsóttar eru einu sinni til tvisvar í viku, sé ekkert óeðlilegt á ferðinni og í rauninni ekkert að óttast. Ef eitthvað óeðlilegt dúkkar upp, líkt og ofbeldisfullt klám, er vert að eiga við makann orð, eða jafnvel grípa til annarra aðgerða.
„Ef kynlífið er farið að líða fyrir klámnotkunina er þó vert er að grípa inn í. Ræddu málin við hann, án þess að sýna dómhörku. Þú getur jafnvel grínast og sagt að tölvan fái að sjá meira af honum en þú. Þetta getur verið fyrsta skrefið í átt að því að leysa vandamálið í sameiningu,“ bendir Cox á.
„Spurðu maka þinn hvað það sé sem honum finnist spennandi við klámið, en út frá því getið þið fundið leiðir til að krydda og bæta kynlífið.“
Pistil Cox í heild sinni má lesa hér.