Hver er hinn fullkomni aldursmunur?

Eins árs aldursmunur er víst „hæfilegur“ munur.
Eins árs aldursmunur er víst „hæfilegur“ munur. Getty Images/iStockphoto

„Aldur er bara tala,“ er gjarnan sagt en það á varla við í öllum tilfellum. Á lífsleiðinni söfnum við reynslu og þroskumst og er þá ekki skemmtilegra að fara samferða einhverjum í gegnum það sem er á svipuðum stað?

Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Emory-háskólann í Atlanta aukast líkur á að ástarsamband fólks endist ef aldursmunurinn er „hæfilegur“.

En hver er hæfilegur aldursmunur á milli fólk? Um 3.000 manns tóku þátt í rannsókninni og í ljós kom að því meiri sem aldurmunurinn er, því líklegra er að sambandið fari í vaskinn.

Ýmislegt kom í ljós í þessari merkilegu rannsókn, svo sem að um 18% meiri líkur eru á að fólk skilji er fimm ára aldursmunur er á því heldur en ef það væri jafnaldrar. Líkurnar jukust upp í 39% ef aldurmunurinn er um 10 ár. 20 árin þýða svo að líkurnar á skilnaði eru komnar upp í 95% samkvæmt niðurstöðunum sem greint var frá á vef Cosmopolitan.

Lokaniðurstaða rannsakenda er þá að eins árs munur er tilvalið og að þannig eru góðar líkur á að sambandið endist. Auðvitað er margt sem spilar inn í, svo sem, barneignir, hegðun og sameiginleg áhugamál svo dæmi séu tekin, en niðurstöðurnar eru engu að síður áhugaverðar.

Getur verið að meiri aldursmunur á milli hjóna þýðir auknar …
Getur verið að meiri aldursmunur á milli hjóna þýðir auknar líkur á skilnaði? Ljósmynd/Getty images
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda