Er einkvæni náttúrulegt?

Margir vilja meina að einkvæni sé mannskepnunni ekki eðlislægt.
Margir vilja meina að einkvæni sé mannskepnunni ekki eðlislægt. Ljósmynd / Getty Images

Scarlett Johansson lýsti því yfir á dögunum að hún teldi að fólki væri ekki eðlislægt að stunda einkvæni. Leikkonan skildi nýverið við eiginmann sinn sem hún hafði verið gift í tvö ár.

Frétt mbl.is: Trúir ekki á einkvæni

Vefurinn Women‘s Health tók nokkra sérfræðinga tali til að fá úr því skorið hvort eitthvað sé til í orðum leikkonunnar.

„Ég held að það sé ekki náttúrulegt að vera í einkvænissambandi,“ segir Franklin Porter, sambandsráðgjafi í New York.

„Út frá þróunarlegu sjónarmiði eru karlmenn þannig gerðir að þeir vilja frjóvga margar konur til að fjölga tegundinni. Með tíð og tíma fór mannskepnan síðan að stofna fjölskyldur, þrátt fyrir að löngun þeirra til að sænga hjá fjöldanum öllum af fólki hefði haldist á sínum stað.“

Rebecca Hendrix, sem einnig er pararáðgjafi, segir að þrátt fyrir að einkvæni sé fólki ekki endilega eðlislægt hafi það sína kosti.

„Sem manneskjur höfum við djúpstæða þörf til að skipta einhvern máli og vita til þess að þeir séu til staðar fyrir okkur, ef við leitum eftir því.“

Þriðji ráðgjafinn bendir á að það sé erfitt að vera lengi í sama sambandinu, sér í lagi ef það er orðið leiðigjarnt. Og þótt það sé þægilegt að vera í öruggu langtímasambandi getur mörgum þótt freistandi að leita út fyrir veggi heimilisins þegar kemur að því að finna sér bólfélaga.

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda