Kærastinn er með agnarsmátt typpi

Ljósmynd / Getty Images

„Eftir röð af óheppilegum kærustum hef ég loksins hitt yndislegan mann. Hann er hins vegar með ákaflega lítið typpi. Hann getur fengið holdris og við getum stundað samfarir, þótt ég finni lítið sem ekkert fyrir honum meðan á þeim stendur. Hann er þó nærgætinn elskhugi að öðru leyti,“ segir í bréfi ungrar konu sem leitaði á náðir sambands- og kynlífsráðgjafa The Guardian.

„Ég er þó full af eftirsjá. Ég er hrædd um að ég muni aldrei njóta kynmaka með sama hætti ef hann verður lífsförunautur minn.“

 „Hvert er markmið þitt þegar kemur að samböndum? Er það að finna hinn fullkomna maka, eða hið fullkomna typpi? Myndir þú trúa mér ef ég segði þér að hvorugt er til?“ svaraði ráðgjafinn um hæl.“

„Leit þín að algerri velþóknun á hverju sviði leiðir líklega til vonbrigða, óánægju og eftirsjár. Sannkölluð nánd í samböndum fæst meðal annars með því að taka vankanta hins aðilans í sátt, sem og að deila eigin vanköntum með honum. Sambandið er á byrjunarstigi, en að hafna yndislegum manni vegna stærðar getnaðarlims hans er óskynsamlegt. Sér í lagi þar sem hann er góður elskhugi. Flesta taugaenda sem vekja unað, og stuðla að fullnægingu, er að finna í snípnum. Ekki leggöngunum.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda