Þetta eru konur að hugsa um í kynlífi

Ætli þessi kona sé að hugsa um hvað hún eigi …
Ætli þessi kona sé að hugsa um hvað hún eigi að hafa í kvöldmatinn? mbl.is/thinkstockphotos

Fólk á það til að hafa óþarfa áhyggjur af hlutunum. Konur eiga það til að vera ekki nógu sjálfsöruggar og pæla of mikið í hlutunum eða hreinlega hafa ekki nógu mikinn áhuga á kynlífsfélaga sínum. Men's Fitness fékk nokkrar konur til þess að segja frá því hvað þær hugsuðu um á meðan þær stunduðu kynlíf. 

„Stundum hugsa ég um to-do listann minn.“ - Michelle S. 

„Ég velti því fyrir mér hvort brjóstin mín líti vel út, bara af því ég er óöruggust með þau.“ - Heather C. 

„Ég get aldrei slökkt á heilanum, þannig að stundum er ég að velta fyrir mér hvort honum finnist það gott eða óski þess að því sé lokið.“ - Marie N.  

„Ég er alltaf að hugsa um hvort hann sé að njóta þess eða ekki, sem er fyndið þar sem ég ætti líklega frekar að hugsa um hvort ég sé að njóta þess eða ekki.“ - Georgia S. 

„Ég hugsa um dónatal. Ég segi suma hluti, en ekki alla.“ - Sarah D. 

Þessi kona virðist vera í núinu.
Þessi kona virðist vera í núinu. mbl.is/Thinkstockphotos

„Gerðu það láttu mig fá það. Og líka eins og svo margir aðrar konur og karlar hugsa ég um það hvort líkami minn líti illa út (hmmm, konan ofan á.).“ - Lianna E. 

„Ég verð stressuð ef ég er ekki það hrein og hann er að fara niður á mig, ef ég fór að hreyfa mig eða var lengi á skrifstofunni og er ekki búin að fara í sturtu.“ - Jessica N. 

„Ég hugsa um hversu þyrst ég er.... í vatn.“ - Lindsay V. 

„Meðan á kynlífi stendur hugsa ég um hversu gott það er og hreinlega hvernig mér líður á þeirri stundu. Er hann að finna rétta staðinn? Hvaða krampi er þetta í vinstri tánni? Fæturnir mínir eru þreyttir...“ - Quinn F. 

„Oftast hugsa ég um hvað ég vil gera næst eða hvað ég vil að hann geri næst. Eða ef hann er slæmur hugsa ég um að mig langi til að fara að sofa.“ - Nicole S.  

„Stundum stend ég mig að því að hugsa um tilviljunarkennda hluti eins og hvað ég eigi að hafa í matinn seinna. Ég hef klárlega áhyggjur yfir því að vera of lengi að klára og hvort hann hafi einhverja hugmynd um hvernig hann eigi að láta mig fá það. Stundum hugsa ég um hvernig ég líti út (Rakaði ég á mér fæturna? Ég er klárlega með matarbarn eftir hamborgarann sem ég borðaði). En ég er aðallega að reyna að hugsa ekki of mikið.“ - Kristin F. 

„Það veltur á því hversu gott kynlífið er! Ef það er slæmt er ég líklega að hugsa um hvað ég eigi að borða næst.“ - Mary Kate Q.  
Stundum hugsar fólk um eitthvað allt annað en kynlíf þegar …
Stundum hugsar fólk um eitthvað allt annað en kynlíf þegar það stundar kynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos

„Vona að smokkurinn rifni ekki...“ - Jessie W. 

„Ég er vanalega í núinu og nýt þess, nema það sé ekki mjög gott. Þá vil ég bara að það klárist.“ - Emily Y. 

Ef hann er þungur hugsa ég að þetta sé sársaukafullt og ég þurfi að stoppa án þess að særa tilfinningar hans.“ - Jenn D. 

„Stundum læt ég mig dreyma til þess að koma hugsununum á réttan stað. Þá verður líklegra að ég fái fullnægingu.“ -  Avianna B. 

„Er ég jafngóð og fyrrverandi? Ég veit að það er hræðileg og klárlega ekki heilbrigð hugsun, en hún kemur alltaf upp hjá mér í kynlífi.“ - Vanessa J.  

„Vonandi er ég að hugsa um hversu góður hann er og hversu hissa ég er. Ég er sjaldan spennt fyrir því og fullnægð þegar maður fer niður á mig.“ - Laura M. 

„Er það svona sem hann stundaði kynlíf í menntaskóla? Er hann í alvöru ekki búinn að læra neitt? Og hvernig í ósköpunum gat hann verið í langtímasambandi??“ - Hannah F. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda