Þetta eru konur að hugsa um í kynlífi

Ætli þessi kona sé að hugsa um hvað hún eigi …
Ætli þessi kona sé að hugsa um hvað hún eigi að hafa í kvöldmatinn? mbl.is/thinkstockphotos

Fólk á það til að hafa óþarfa áhyggj­ur af hlut­un­um. Kon­ur eiga það til að vera ekki nógu sjálfs­ör­ugg­ar og pæla of mikið í hlut­un­um eða hrein­lega hafa ekki nógu mik­inn áhuga á kyn­lífs­fé­laga sín­um. Men's Fit­n­ess fékk nokkr­ar kon­ur til þess að segja frá því hvað þær hugsuðu um á meðan þær stunduðu kyn­líf. 

„Stund­um hugsa ég um to-do list­ann minn.“ - Michelle S. 

„Ég velti því fyr­ir mér hvort brjóst­in mín líti vel út, bara af því ég er óör­ugg­ust með þau.“ - Heather C. 

„Ég get aldrei slökkt á heil­an­um, þannig að stund­um er ég að velta fyr­ir mér hvort hon­um finn­ist það gott eða óski þess að því sé lokið.“ - Marie N.  

„Ég er alltaf að hugsa um hvort hann sé að njóta þess eða ekki, sem er fyndið þar sem ég ætti lík­lega frek­ar að hugsa um hvort ég sé að njóta þess eða ekki.“ - Georgia S. 

„Ég hugsa um dóna­tal. Ég segi suma hluti, en ekki alla.“ - Sarah D. 

Þessi kona virðist vera í núinu.
Þessi kona virðist vera í nú­inu. mbl.is/​Thinkstockp­hotos

„Gerðu það láttu mig fá það. Og líka eins og svo marg­ir aðrar kon­ur og karl­ar hugsa ég um það hvort lík­ami minn líti illa út (hmmm, kon­an ofan á.).“ - Li­anna E. 

„Ég verð stressuð ef ég er ekki það hrein og hann er að fara niður á mig, ef ég fór að hreyfa mig eða var lengi á skrif­stof­unni og er ekki búin að fara í sturtu.“ - Jessica N. 

„Ég hugsa um hversu þyrst ég er.... í vatn.“ - Lindsay V. 

„Meðan á kyn­lífi stend­ur hugsa ég um hversu gott það er og hrein­lega hvernig mér líður á þeirri stundu. Er hann að finna rétta staðinn? Hvaða krampi er þetta í vinstri tánni? Fæt­urn­ir mín­ir eru þreytt­ir...“ - Quinn F. 

„Oft­ast hugsa ég um hvað ég vil gera næst eða hvað ég vil að hann geri næst. Eða ef hann er slæm­ur hugsa ég um að mig langi til að fara að sofa.“ - Nicole S.  

„Stund­um stend ég mig að því að hugsa um til­vilj­un­ar­kennda hluti eins og hvað ég eigi að hafa í mat­inn seinna. Ég hef klár­lega áhyggj­ur yfir því að vera of lengi að klára og hvort hann hafi ein­hverja hug­mynd um hvernig hann eigi að láta mig fá það. Stund­um hugsa ég um hvernig ég líti út (Rakaði ég á mér fæt­urna? Ég er klár­lega með mat­ar­barn eft­ir ham­borg­ar­ann sem ég borðaði). En ég er aðallega að reyna að hugsa ekki of mikið.“ - Krist­in F. 

„Það velt­ur á því hversu gott kyn­lífið er! Ef það er slæmt er ég lík­lega að hugsa um hvað ég eigi að borða næst.“ - Mary Kate Q.  
Stundum hugsar fólk um eitthvað allt annað en kynlíf þegar …
Stund­um hugs­ar fólk um eitt­hvað allt annað en kyn­líf þegar það stund­ar kyn­líf. mbl.is/​Thinkstockp­hotos

„Vona að smokk­ur­inn rifni ekki...“ - Jessie W. 

„Ég er vana­lega í nú­inu og nýt þess, nema það sé ekki mjög gott. Þá vil ég bara að það klárist.“ - Em­ily Y. 

Ef hann er þung­ur hugsa ég að þetta sé sárs­auka­fullt og ég þurfi að stoppa án þess að særa til­finn­ing­ar hans.“ - Jenn D. 

„Stund­um læt ég mig dreyma til þess að koma hugs­un­un­um á rétt­an stað. Þá verður lík­legra að ég fái full­næg­ingu.“ -  Avi­anna B. 

„Er ég jafn­góð og fyrr­ver­andi? Ég veit að það er hræðileg og klár­lega ekki heil­brigð hugs­un, en hún kem­ur alltaf upp hjá mér í kyn­lífi.“ - Vanessa J.  

„Von­andi er ég að hugsa um hversu góður hann er og hversu hissa ég er. Ég er sjald­an spennt fyr­ir því og full­nægð þegar maður fer niður á mig.“ - Laura M. 

„Er það svona sem hann stundaði kyn­líf í mennta­skóla? Er hann í al­vöru ekki bú­inn að læra neitt? Og hvernig í ósköp­un­um gat hann verið í lang­tíma­sam­bandi??“ - Hannah F. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda