Nuddið leiddi til kynlífs

Konan er ekki með samviskubit vegna framhjáhaldsins.
Konan er ekki með samviskubit vegna framhjáhaldsins. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona leitaði til Dei­dre ráðgjafa The Sun eft­ir að hún stundaði kyn­líf með vini eig­in­manns síns sem ætlaði bara að nudda hana. 

Þetta var það síðasta sem ég ætlaði mér. Ég er 31 árs og gift góðum manni, en hann hef­ur verið fjar­læg­ur upp á síðkastið og það hef­ur verið afar lítið kyn­líf. Hann er líka 31 árs og við höf­um verið gift í sjö ár.

Vin­ur eig­in­manns míns var eitt sinn nudd­ari og bauðst til þess að hjálpa mér þegar ég meiddi mig í fæt­in­um. Hann er 29 ára og á eng­an maka eins og stend­ur þannig við bjóðum hon­um stund­um í mat. Þetta kvöld fékk eig­inmaður minn sím­tal frá vinn­unni vegna neyðar­til­viks og vissi að hann þyrfti að fara um kvöldið. En við vild­um ekki hætta við mat­inn þannig við ákváðum að vin­ur hans kæmi samt. Við borðuðum kvöld­mat­inn og svo fór maður­inn minn á fund sem var klukku­tíma í burtu. Ég og vin­ur­inn vor­um að tala sam­an og ég sagði hon­um að ég ætti í vanda­máli með fót­inn á mér. Sjúkraþjálf­ar­inn minn ráðlagði mér að gera ein­hverj­ar æf­ing­ar en þrátt fyr­ir það var mér enn illt í fæt­in­um.

Hann stakk upp á því að nudda fót­inn svo við opnuðum svefn­sóf­ann og ég lagðist niður með fæt­urna bera. Nuddið var mjög gott og ég hafði ekki verið svona slök lengi. Hann sagði að all­ur lík­ami minn væri stíf­ur og færði hend­urn­ar smám sam­an upp. Ég held ég hafi gefið frá mér ánægjust­unu og það hafi hvatt hann. Nuddið varð mjög ákaft og hann sagði að það mundi verða betra ef ég væri ekki í föt­um. Svo ég fór úr þeim. Það leiddi til ótrú­lega góðs kyn­lífs, ég hef ekki stundað svo­leiðis í mörg ár. Ég ætlaði mér ekki að halda fram­hjá en á und­ar­leg­an hátt finn ég ekki fyr­ir sekt­ar­kennd. Ég veit bara ekki hvernig ég á að halda áfram.

Dei­dre seg­ir kon­unni hins­veg­ar að það fari eft­ir því í hvaða ástandi hjóna­bandið sé.

Ef þú elsk­ar eig­in­mann þinn sem þú seg­ir að sé góður maður, væri gáfu­lagt af þér að segja þess­um manni að það sem gerðist var ekki í lagi og muni ekki ger­ast aft­ur. Síðan pass­arðu að forðast að vera ein með hon­um þegar eig­inmaður þinn býður hon­um í heim­sókn.

Það að stunda ekki kyn­líf get­ur auðveld­lega orðið að áv­ana. Talaðu við eig­in­mann þinn. Segðu hon­um að þú sakn­ir þess að vera ná­lægt hon­um eins og þið voruð áður fyrr. Farðu líka gaum­gæfi­lega yfir sam­band þitt. Eru þið að eyða nógu mörg­um ánægju­stund­um sam­an? Eða lifið þið sitt­hvoru líf­inu og gerið sjald­an eitt­hvað sam­an sem par?

Maðurinn bauðst til að nudda konuna.
Maður­inn bauðst til að nudda kon­una. mbl.is/​Thinkstockp­hotos
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda