Konu sem finnst kynlífið með núverandi maka sínum ekki jafnast á við kynlífið með sínum fyrrverandi leitaði til Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafa the Guardian.
Ég er byrjuð að kvíða kynlífi. Fyrrverandi eiginmaður minn var frábær elskandi og við vorum saman í 22 ár en hann var mér ótrúr oftar en einu sinni og við skildum. Um það bil ári seinna hitti ég núverandi maka minn. Ég hef reynt að segja honum hvað ég vil en því miður er hann ömurlegur í rúminu. Hann er frábær maður og samband okkar er mjög traust og það síðasta sem ég vil gera er að særa hann.
Stephenson Connolly segir að það sé enginn „góður elskandi“ með öllum þeim sem hann stundar kynlíf með þar sem að það að vera „góður í rúminu“ krefst þess að báðir aðilar deili kynlífsþörfum sínum og löngunum og kenni hvor öðrum hvernig báðir aðilar geti verið fullnægðir.
Mér skilst að þú hafi reynt að kenna maka þínum en ef hann hefur verið fáskiptinn verður þú að ákveða hversu mikilvægt gott kynlíf er fyrir þig til lengri tíma litið og hvort þú þolir líf án þess. Margir þurfa að velja um slíkt en mismunandi fólk forgangsraðar á mismunandi hátt. Í þínu tilfelli hefur þú nú þegar fórnað góðu kynlífi, í hjónbandi þínu, vegna þess að tryggð var þér mikilvægari. Mér skilst að þú viljir ekki særa maka þinn en væri ekki sanngjarnt að reyna einu sinni enn að segja eitthvað eins og: „Mér þykir vænt um þig og langar að eiga framtíð með þér en mér finnst ekki eins og við höfum náð saman í kynlífinu. Ég þarf á því að halda að þú hlustir á mig og ég vil líka gera það sem er best fyrir þig.“? Ef þetta gefur ekkert af sér þarft þú mögulega að leita að einhverjum öðrum.