6 leiðir til að bera kennsl á illsku

Við munum mörg eftir kvikmyndum á borð við American Psycho og Mommie Dearest, en báðar myndirnar fjalla um persónur sem vinna hart að því að líta vel út á yfirborðinu, en undir niðri býr vond manneskja sem virðist skaða flesta þá sem hún er í nánum tengslum við. 

Illska vakti athygli geðlæknisins M. Scott Peck á seinni hluta síðustu aldar sem varð til þess að hann gaf út bókina People Of the Lie: The Hope for Healing Human Evil, árið 1983. Með bókinni vildi Peck varpa ljósi á viðfangsefni sitt, en einnig búa til von um að seinna meir verði mögulega hægt að lækna fólk af illsku. Fjölmargir sálfræðingar fóru að leggja stund á að rannsaka flóknari hluti eins og fjöldamorð og fleira til að geta skilið viðfangsefnin sín og jafnvel verið með fyrirbyggjandi aðgerðir í kjölfarið.

Peck taldi að um  2-3% mannfólks væri vont. Hann gerði skýran greinarmun á fólki sem framkvæmdi vonda hluti, leiðrétti þá og héldi áfram að þroskast og þeim sem væru vondir í eðli sínu. Hér er listi yfir það hvernig þekkja má vonda frá öðrum. Mikilvægt er að átta sig á að samkvæmt Peck taldi hann vont fólk ansi lunkið við að fela slóð sína og því væri það ekki í fangelsi sem dæmi. Það væri á meðal almennings, oft í áhrifamiklum stöðum, þar sem það væri fært í að fela slóð sína og nota fólk. Peck taldi að öll umræða um hið góða og illa væri af hinu góða, þar sem margir væru ekki illir í eðli sínu en gætu verið að fara í þá áttina, og gætu því með aukinni meðvitund leiðrétt sig og komist á rétta braut.

1. Vondir blekkja

Þeir sem eru vondir í eðli sínu samkvæmt Peck leggja sig fram um að líta út fyrir að vera góðir. Þeir eru oft og tíðum óaðfinnanlegir í útliti. Góðmennskan uppmáluð þótt hana sé einungis að finna á yfirborðinu. Þeir eru með flóknar fegurðarrútínur, vilja berast á og sýna góðverk sín fyrir almenningi.

Vondir eru í raun sérfræðingar í að þykjast. Því innst inni eru þeir að sannfæra sjálfa sig um eigið ágæti. Þeir eiga sér ekki æðri mátt, því þeir eru leiðtogar í lífi sínu og annarra. 

2. Vondir viðurkenna ekki mistök

Hér er nauðsynlegt að gera skýran greinarmun á vondum og þeim sem syndga. Það er ekki syndin sjálf að mati Pecks sem einkennir þetta fólk sem er illt í eðli sínu. Vondir afneita hugtakinu um syndina. Og þar af leiðandi líta þeir ekki á verknað sinn sem illan. Þeir hafa samt fyrir því að fela þá hlið á sér fyrir öðrum. Sem gefur til kynna að innst inni þekkja þeir muninn á góðu og illu. 

Vondir eru ekki fyrir það að varpað sé ljósi á sannleikann og þeir telja góða minni máttar. Hér er mikilvægt að gera greinarmun á siðblindu og illsku, á meðan sá sem er siðblindur gerir ekki greinarmun á góðu og illu gerir hinn illi það en er stöðugt að reyna að hylma yfir sín eigin vonskuverk.

Vondir ganga ekki í gegnum þroskastig í lífinu, heldur halda áfram að gera það sama aftur og aftur og reyna að nást ekki fyrir verknað sinn. Ef þeir lenda í hremmingum varpa þeir vonsku sinni yfir á aðra.

3. Vondir vilja virðast fullkomnir

Þeir sem eru vondir virðast oft og tíðum vilja aðdáun annarra og vinna stöðugt í því að aðrir skilji að þeir séu með hreina samvisku. Þeir leggja hart að sér að viðhalda þessari stöðu sinni í samfélaginu. Þeir sækjast í valdastöður þar sem þeir geta sýnst góðir eða heiðarlegir og skilja oftar en ekki eftir sig rjúkandi rúst þar sem þeir hafa verið.

4. Vondir er ekki opnir fyrir gagnrýni

Sá sem er vondur í eðli er ekki opinn fyrir gagnrýni, því hann er myndlíking þess sem er fullkomið í lífinu. Þeir hika ekki við að varpa gagnrýni til föðurhúsa og leggja sig fram um að grafa undan þeim sem eru þeim ósammála. 

5. Vondir vilja taka ákvarðanir fyrir aðra

Í bók Pecks lýsir kona ein hvernig var að hafa samskipti við vonda manneskju og lýsir því þannig að allt í einu var hún hætt að geta hugsað fyrir sjálfan sig.  Hinir vondu eru fólk lygarinnar. Ljúga og blekkja aðra. Telja sig vita allt best og virða ekki almenn mörk í samfélaginu. Þeir finna sér fólk sem er auðvelt er að stjórna og komast undir skinn þess á hátt sem þeir hafa tamið sér í langan tíma að virki gagnvart öðrum. Vondir vilja ráða örlögum annarra svo það henti þeim, án þess að geta sett sig í spor þess sem þeir drottna yfir eða velta fyrir sér hvað sé öðrum fyrir bestu.

6. Vonda skortir samkennd

Sá sem er vondur í eðli sínu virðist ekki geta fundið til samkenndar með öðru fólki. Hann skortir virðingu fyrir öðru fólki. Og hann leitar uppi fórnarlömb sem hann getur klínt sökinni á. Hann neitar að sjá hluti út frá sjónarmiði annarra. Enda er hann kóngur í eigin ríki og ekki pláss fyrir fleiri sjónarmið en hans.

 

Bókin People of the Lie: The Hope for Healing Human …
Bókin People of the Lie: The Hope for Healing Human Evil kom út árið 1983.
M. Schott Peck vakti athygli fyrir bókina sína A Road …
M. Schott Peck vakti athygli fyrir bókina sína A Road Less Travelled. Hann kom síðar út með bókina People Of The Lie: The Hope for Healing Human Evil, þar sem hann vildi varpa ljósi á illsku.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda