Veit ekki hver er pabbinn eftir framhjáhald

Hver á barnið?
Hver á barnið? mbl.is/Thinkstockphotos

Ólétt kona sem hélt fram hjá kærastanum sínum leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Kæra Deidre, ég hélt fram hjá kærastanum mínum með öðrum manni. Núna er ég ólétt og veit ekki hvor er faðirinn. Ég er 28 ára og kærastinn minn er 29 ára. Við höfum verið hamingjusöm í þrjú ár. Við höfum átt okkar tímabil eins og fleiri en við erum hamingjusöm. 

Ég fór út með vinkonum mínum í þrítugsafmæli á skemmtistað. Ég hitti glæsilegan mann þar og byrjaði að daðra við hann. Ég veit að það var rangt af mér en ég var búin að drekka of mikið. Við vorum að spjalla og dansa og skemmtum okkur vel. Hann hvíslaði að mér hvort við gætum farið á rólegri stað. 

Ég afsakaði mig og fór á hótelið sem þessi maður var á. Við enduðum á því að stunda kynlíf. Við skiptumst á númerum en ég heyrði ekkert frá honum og ég hélt að þá væri þetta búið. 

Ég tók óléttupróf nokkrum vikum seinna þar sem ég var ekki byrjuð að blæðingunum og hafði liðið illa nokkra morgna. Ég var jákvæð og ákvað að segja kærasta mínum. Hann var svo hamingjusamur að við værum að eignast barn. 

Nú er ég komin sex mánuði á leið en ég er með svo mikið samviskubit af því hann hefur ekki hugmynd um hvað ég gerði og að barnið gæti mögulega ekki verið hans. Ég elska hann svo mikið og sé mjög mikið eftir því sem ég gerði. Ég er hrædd við að segja honum leyndarmál mitt, ég er hrædd um að hann fari frá mér ef ég segi honum sannleikann. Annað hvort sef ég ekki eða ég græt á nóttinni, hvað á ég að gera? Er best að vera hreinskilin?

Konan hélt framhjá með ókunnugum manni.
Konan hélt framhjá með ókunnugum manni. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að hún sé vissulega í klípu en hún ætti að reyna að halda ró sinni. 

Ef þú stundar reglulega kynlíf með kærasta þínum er það líklega hans. Farðu til læknis eða ljósmóður og segðu þeim frá hvenær þú varst síðast á blæðingum og spurðu hvenær er líklegast að getnaður hafi orðið. 

Þau gætu hjálpað þér að komast að því hvort barnið er kærastans eða hins mannsins. Lagalega séð þarf hann að styðja við barnið fjárhagslega og auðvitað gæti barnið vilja vera í sambandi við hann seinna meir. 

Ef dagsetningarnar eru þannig að barnið gæti verið hins mannsins þarft þú að taka stóra ákvörðun. Að ljúga að kærastanum til eilífðar er ekki auðvelt og það er ekki gott að ala upp barn og vera ekki hreinskilin varðar faðernið. Það getur haft alls kyns afleiðingar seinna. 

Ef staðan er þannig er best að vera hreinskilin við kærastann og vona að hann elski þig nógu mikið og hafi það mikinn áhuga á að verða faðir að hann fari ekki og hjálpi þér með barnið. Þú þarft líka að láta blóðfaðirinn vita. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda