Af hverju elskarðu þig ekki?

Maya Angelou sagði að þegar við höfum lært eitthvað eigum …
Maya Angelou sagði að þegar við höfum lært eitthvað eigum við að kenna það áfram. Kærleikur í eigin garð var hluti af því sem hún kenndi. Ljósmynd/skjáskot

Þegar kem­ur að sjálfs­ást þá hrökkva marg­ir í baklás og spyrja: Er það í lagi? Verður maður ekki bara óþolandi sjálf­miðaður á að setja sjálf­an sig í fyrsta sætið? Þessi grein er viðleitni til að rök­styðja hið and­stæða enda er hún í anda Maya Ang­elou.

Ef­laust er marga farið að gruna að okk­ur á Smartlandi er afar hlýtt til skálds­ins og frels­is- hetj­unn­ar Maya Ang­elou. Hér er haldið áfram í frum­skógi tísk­unn­ar og velt upp þeirri spurn­ingu: Er ekki kom­inn tími á að tísku­væða kær­leika í garð okk­ar?

Ástin frels­ar

Maya Ang­leou seg­ir að ef þú elsk­ar eitt­hvað þá verður þú að frelsa það, því ef þú held­ur fast í eitt­hvað þá er egóið þitt að verki en ekki ást­in.

Hún tek­ur dæmi um hvernig hún hafi frelsað móður sína til að kveðja þenn­an heim með þökk­um á þessa leið: „Mamma, ég vil þakka þér fyr­ir allt sem þú hef­ur gert fyr­ir mig, en nú ætla ég að gefa þér leyfi til að fara á annað til­veru­stig. Ég vona að þú haf­ir náð að upp­fylla þann til­gang sem líf þitt var skapað fyr­ir. Þú varst elskuð af mörg­um, körl­um og jafn­vel kon­um, svo þú hlýt­ur að hafa verið góður elsku­hugi. Þú varst kannski ekki góð móðir ungra barna, en þú varst ein­stök móðir okk­ar sem full­orðinna barna.“ 

Með þessu gerði Maya sér grein fyr­ir að mamma henn­ar færi þegar henn­ar tími væri kom­inn en hún treysti sín­um æðri mætti (Guð), fyr­ir henni. Að hún færi í áfram­hald­andi verk­efni á æðra til­veru stigi.

Sjálfs­ást sem frels­ar

Hvernig get ég elskað sjálf­an mig og þannig orðið frjáls? Ef við tök­um hug­mynd­ir Maya Ang­elou um kær­leik­ann og ást­ina, þá geri ég það með því að setja mig í fyrsta sætið. Ég stunda það á hverj­um degi að vera kær­leiks­rík og vanda orð mín vel. Því orð eru verk­færi og margt af því sem við segj­um verður að veru­leika. 

Ég bið þess á hverj­um degi að ég megi vera frjáls fyr­ir öll­um hugs­un­um sem gera mig minni en ég á skilið að vera. Að ég sjái mig með kær­leiks­rík­um aug­um. Ég losa mig við allt dramb og hroka. Því það er ekki frá kær­leik­an­um komið og það sem ég æfi mig í á hverj­um ein­asta degi er að sleppa ótt­an­um sem seg­ir mér að ég eigi ekki skilið meira. 

Með sjálfs­ást gef­um við öðrum

Með því að still­ast yfir á tíðni kær­leik­ans þarf maður að taka af­stöðu og standa með sér. Maya Ang­elou sagði að það væri hvað erfiðast. Hún ráðlagði fólki að gera það ein­ung­is í litl­um skömmt­um, þangað til að það verður nógu sterkt til að geta sagt: „Ekki í mín­um hús­um! Þú skalt ekki voga þér!“

Ef þú snýrð þetta upp á hug­mynd­ina um sjálfs­ást og þá hug­mynd að þú sért mik­ils virði og þú ætl­ir að elska þig skil­yrðis­laust, þá muntu fá góða æf­ingu í því dag­lega að standa með þér. Þegar ein­hver reyn­ir að hafna þér seg­ir þú: „Ekki í mín­um hús­um, ekki voga þér!“

Maya Ang­elou legg­ur áherslu á að allt sem við til­eink­um okk­ur kenn­um við áfram. Þannig verður verðugt verk­efni að verða kenn­ari í kær­leika. Eins eru mörg dæmi um að kær­leik­ur­inn er sterk­asta aflið. Þannig get­ur þú verið til staðar fyr­ir aðra sem eru fast­ir í minnk­andi hug­mynd­um um sig sjálfa.

Að lok­um er nauðsyn­legt að benda á að þetta stór­verk ger­um við ekki ein. Það þarf töfra og tals­vert mikla æf­ingu. Finndu þinn æðri mátt. Hvort sem hann er sá sami og mátt­ur Maya Ang­elou, Jesú Krist­ur og Guð. Eða góð orka, nátt­úr­an, annað kær­leiks­ríkt fólk. Mögu­leik­arn­ir eru enda­laus­ir. Biddu um aðstoð dag­lega. Þú munt finna hvernig þú verður leidd­ur/​leidd áfram á stað sem er þér áður óþekkt­ur. Stað þar sem ein­ung­is kær­leik­ur­inn ræður ríkj­um.

Gangi þér ávalt sem allra best! Þú ert svo sann­ar­lega þess virði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda