Bestu staðirnir fyrir útikynlíf

Ströndin er vinsæll staður fyrir kynlíf.
Ströndin er vinsæll staður fyrir kynlíf. mbl.is/Thinkstockphoto

Sum­arið er komið og þó sól­in hafi lítið látið sjá sig er veðrið að minnsta kosti að skána. Sum­arið er sá árs­tími sem er hve ákjós­an­leg­ast­ur til að færa sig úr svefn­her­berg­inu og út. Vanda­samt get­ur verið að velja stað en kyn­lífs­sér­fræðing­ur­inn Tracey Cox kom með til­lög­ur að nokkr­um stöðum í pistli á Daily Mail

Fyr­ir þá sem eru hrædd­ir við að fólk sjái til tók Cox einnig sam­an staði ut­an­dyra þar sem frek­ar ólík­legt er að fólk sjái til. Tjald er efst á lista hjá henni. Al­menn­ings­sal­erni kem­ur einnig til greina en einnig al­menn­ings­garður, þó á kvöld­in þegar lítið er um fólk. Bíll á bíla­stæði er staður sem hægt er að stunda kyn­líf á ut­an­dyra auk svala á hót­el­her­berg­inu í frí­inu og á stiga­gangi sem lít­ill um­gang­ur er um. 

Lík­legra er að fólk sjái til á öðrum stöðum sem Cox benti á. 

Á strönd­inni

Ef ekki í Naut­hóls­vík þá kannski á sól­ar­strönd á Spáni. Cox mæl­ir með því að fólk finni sér af­vik­inn stað á strönd­inni og legg­ur til að maður­inn fari niður á hnén og kon­an ofan á hann í stað þess að liggja í sand­in­um. Svo er hægt að nota hand­klæðið til að skýla sér. 

Kynlíf í vatni er spennandi.
Kyn­líf í vatni er spenn­andi. mbl.is/​Thinkstockp­hoto

Í vatni

Eft­ir að Bláa lónið fyllt­ist af ferðamönn­um er kannski ekki spenn­andi að stunda kyn­líf þar en það er hægt að nýta heita pott­inn í sum­ar­bú­staðnum í margt annað en að slaka á og drekka bjór. 

Á bíl­húdd­inu

Það hafa marg­ir séð þessa senu í bíó­mynd en það er hægt að leika hana eft­ir í góðu veðri á stað sem þar sem lít­il um­ferð er. Ef bíln­um er lagt þannig að húddið vísi frá um­ferðinni eru líka minni lík­ur á því að fólk sjái. 

Úti í nátt­úr­unni

Farðu í göngu­túr og finndu góðan stað til þess að gera göngu­túr­inn enn skemmti­legri. Cox mæl­ir með því að styðja sig við tré en ís­lenska lands­lagið er líka stút­fullt af stöðum sem hægt er að fela sig í og styðja sig við, hvort sem það er grasbali eða klett­ur. 

Í hót­el­glugg­an­um

Cox tek­ur það reynd­ar fram að upp við hót­el­glugg­ann geti varla tal­ist ut­an­dyra, en til­finn­ing­in er svipuð. Mæl­ir hún með að þetta sé gert á einni af efstu hæðunum á háu hót­eli og að bygg­ing­arn­ar í kring séu ekki jafn háar. Þá sjái fólk út en ólík­legt er að ein­hver horfi inn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda