Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Á vef Men's Health má lesa sögur af mönnum sem hafa lent illa í því í kynlífi. Óhöppin eru misjöfn en dæmi eru um að menn hafi meitt sig illa og jafnvel endað kvöldið uppi á slysó.
Einn maður segist hafa lent í því að kona klóraði hann til blóðs. Hún var með beittar og langar neglur og fór illa þegar hún klóraði og nuddaði bak hans í hita leiksins.
Annar maður lýsir því hvernig kona beit fast í lim hans þegar hún var að veita honum munnmök. Tekur hann fram að hafa ekki bara fundið aðeins fyrir tönnum heldur svo vel að hann velti því fyrir sér hvort hún hafi ætlað sér að bíta fast og haldið að það væri æsandi.
Maður lenti illa í því þegar hann ætlaði að stunda kynlíf með kærustunni í sturtu. Hann rann og datt á rassinn og kærastan síðan ofan á hann. Hann braut ekki neitt en var illt í viku.
Reynslan af geirvörtuörvun er ekki alltaf góð, ekki einu sinni hjá manni sem er hrifinn af slíku í kynlífi. Segir hann konuna hafa togað og klipið svo fast í geirvörtur hans að hann fór næstum því að gráta.
Maður lýsir því að typpi hans hafi farið í tvennt þegar kona sem var ofan á honum fór inn og út ansi hratt. Endaði sagan á því að parið fór upp á slysó þar sem kom í ljós að typpið væri „brotið“. Það tók hann tíma að jafna sig og hefur hann kosið að vera ofan á í kynlífi eftir þetta.
Einn maður fékk krampa í annan fótinn í miðju kynlífi og þurfti að hætta kynlífinu til þess að teygja og laga sársaukann. Það gekk þó illa og var hann með krampa í fætinum alla nóttina.