1 af hverjum 10 hreinn sveinn 40 ára

Steve Carrell lék hinn fertuga hreina svein Andy í myndinni …
Steve Carrell lék hinn fertuga hreina svein Andy í myndinni The 40 Year Old Virgin.

Einn af hverjum tíu gagnkynhneigðum mönnum í Japan er enn hreinn sveinn þegar hann fagnar fertugsafmælinu. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var á vegum Háskólans í Tókýó. Virðast vera tengsl á milli tekna og hversu reyndir karlmenn eru í kynlífi. 

Fram kemur í umfjöllun á vef Sky News um rannsóknina að þeir sem eru með lægri tekjur séu 20 sinnum líklegri til þess að vera enn hreinir sveinar þegar þeir verða fertugir. 

Aðalrannsakandinn segir að þótt erfitt sé að greina ástæðu þess að menn bíði með að missa sveindóminn sé hægt að segja að ástæðan sé að hluta til tengd fjárhagslegri stöðu manna í samfélaginu. Segir hann auk þess menn líklegri til þess að hafa stundað kynlíf ef þeir eru í fullri vinnu og búi í borgum með yfir milljón íbúum. 

Japanskar konur á aldrinum 35 til 39 ára voru ekki langt á eftir japönskum mönnum en 8,9 prósent höfðu ekki stundað kynlíf fyrir fertugt á móti 9,5 prósentum karla. Konur sem ekki hafa stundað kynlíf í Japan eru ekki endilega með lægri tekjur eins og karlarnir enda töluvert um að konur sem eru giftar séu heimavinnandi og því með lægri eða engar tekjur. 

Í Japan hefur fjöldi karla og kvenna sem hafa ekki stundað kynlíf á fertugsaldri tvöfaldast síðan árið 1992 en niðurstöðurnar voru unnar út frá tölum frá árunum 1992 til 2015. Er fólk í Japan til að mynda allt að tíu sinnum líklegra til að vera óreynt í kynlífi en Bretar, Ástralar og Bandaríkjamenn. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda