Hvernig er kynlífið á brúðkaupsnóttinni?

Áslaug Kristjánsdóttir.
Áslaug Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Oddvar

Brúðkaups­nótt­in er vana­lega eitt­hvað sem fólk sér í hill­ing­um. Spurn­ing­in er hins veg­ar sú – hvernig er þetta vana­lega hjá fólki á stóra dag­inn? Áslaug Kristjáns­dótt­ir sér­fræðing­ur sit­ur fyr­ir svör­um. 

Áslaug hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur seg­ir að kyn­líf brúðhjóna á brúðkaupsnótt­unni sé mjög mis­jafnt og kannski ekki svo lík­legt að það verði alltaf eins gott og þegar fólk gef­ur sér góðan tíma til þess og er af­slappað og minna þreytt.

„Ég tel samt góða hug­mynd að skipu­leggja kyn­lífið á brúðkaups­nótt­ina eins og annað sem skipt­ir máli á stóra dag­inn. Það ger­ir vænt­ing­ar um kyn­lífið á brúðkaups­nótt­ina raun­hæf­ar. Það er svo gott ráð að ræða kyn­líf í hjóna­band­inu, hvernig maður vill hafa það, eins og allt annað í sam­bönd­um.“

Gott kyn­líf ekki sjálf­gefið

Er gott kyn­líf á brúðkaups­nótt­ina vís­bend­ing um gott hjóna­band? „Ekki endi­lega. Ég held að kyn­líf á brúðkaups­dag­inn segi voðal­ega lítið til um kyn­líf í hjóna­band­inu þegar lengra er liðið í sam­band­inu. Ég tel hins veg­ar það að bíða með kyn­líf lengi eft­ir at­höfn ekki góða byrj­un. En ég tel úr­elta hugs­un að leggja of mikla áherslu á kyn­lífið á brúðkaups­nótt­ina, enda er fólk flest ekki að sofa hjá í fyrsta skiptið og að mörgu að huga fyr­ir brúðkaupið. En í brúðkaupsund­ir­bún­ingi þarf líka að huga að kyn­líf­inu, hvort sem það ger­ist svo á brúðkaups­nótt­ina eða morg­un­inn eft­ir brúðkaup. Það þarf að sinna öllu því sem við vilj­um að dafni vel í hjóna­bönd­um. Ég velti því stund­um fyr­ir mér hvort það geti verið að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skilnaði, vegna þess að við van­rækj­um sam­bandið og kyn­lífið í sam­bönd­um?“

Hún seg­ir að fólk þurfi að taka ábyrgð á eig­in kyn­lífi. „Þú ætt­ir aldrei að láta það vera á ábyrgð maka þíns að koma þér til. Eins ætti maki þinn ekki að vera með það á sín­um herðum. Til að upp­lifa gott kyn­líf þarftu að taka ábyrgð, vita hvað þú vilt og biðja um hlut­ina. Þora að ræða, vera opin og prófa nýja hluti.“

Við erum nak­in og ber­skjölduð

Af hverju er kyn­líf áskor­un? „Ég held að það sé vegna óraun­hæfra vænt­inga okk­ar m kyn­líf. Fjöl­miðlar, bíó­mynd­ir og aðrir miðlar sem við sjá­um og heyr­um gefa oft­ar en ekki skakka mynd af kyn­lífi í sam­bönd­um. Svo er lík­legt að kyn­líf vefj­ist fyr­ir okk­ur vegna þess að þá erum við lík­lega hvað mest ber­skjölduð. Við erum jú oft alls­ber í kyn­lífi.“

Ætti fólk að gera samn­ing um kyn­líf í hjóna­bönd­um? „Já, hvort sem það lít­ur á það sem samn­ing eða ekki skipt­ir kannski ekki öllu máli en að ræða um kyn­lífið sem part af hjú­skap­arsátt­mál­an­um er góð hug­mynd. En eins og alla samn­inga þarf svo að end­ur­skoða og end­ur­semja um kyn­lífið. Það er ágætt að ræða hvar fólk er statt, hversu ánægt það er og hvað má gera til að bæta kyn­lífið, ef þörf er, á árs fresti. Þá er brúðkaup­saf­mælið ágæt­is dag­ur til þess.“

Hvernig gæti sá samn­ing­ur litið út? „Fólk gæti skráð hjá sér mark­mið fyr­ir kyn­lífið fyr­ir hvert ár í hjóna­band­inu, hversu oft ætl­ar það að fara á stefnu­mót, hversu oft á ári ætl­ar það að prófa eitt­hvað nýtt í kyn­líf­inu, hvenær hægt er að eiga barn­lausa helgi þetta árið o.s.frv. Þegar við setj­um okk­ur mark­mið og höf­um þau skýr er lík­legra að við náum þeim.“

Hversu of­ar­lega á lista ætti kyn­líf að vera? „Það er auðvitað per­sónu­bundið hversu mikið fólk legg­ur upp úr kyn­lífi. En flest full­orðið fólk hef­ur áhuga á að stunda kyn­líf og finn­ur að það ger­ir sam­band­inu gott. Snert­ing­ar og nánd eru mann­eskj­unni nauðsyn­leg­ar svo hún dafni. Kyn­líf snýst um snert­ing­ar og ætti því ekki að vera van­rækt.“

Áslaug mæl­ir með að

Gera raun­hæf­ar vænt­ing­ar

Setja mörk

Vita hvað maður vill

Taka ábyrgð á eig­in kyn­löng­un

Skipu­leggja kyn­lífið

Leyfa óvænt­um hlut­um að ger­ast

Áslaug mæl­ir ekki með að

Trúa því að kyn­lífið redd­ist eða ger­ist fyr­ir töfra ástar­inn­ar

Halda að maki þinn lesi hugs­an­ir

Halda aft­ur af því að ræða það sem þig lang­ar

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda