„Klámið meiðir mig meira en áfengið“

Það er eðlilegt að finna til vanmáttar við að setja …
Það er eðlilegt að finna til vanmáttar við að setja kærleiksrík mörk. Sér í lagi þegar að hegðun makans er að meiða. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Kona send­ir inn bréf til El­ín­rós Lín­dal ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafa þar sem hún spyr hvernig er best að setja heil­brigð mörk. Eig­inmaður­inn henn­ar er í virkri fíkn og hún leit­ar leiða við að vera hluta af bata hans en ekki vanda­mál­inu.

Sæl.

Mig langaði að vita hvernig er best að snúa sér tengt því að setja heil­brigð mörk. Málið er að eig­inmaður­inn minn drekk­ur áfengi án þess að hafa stjórn á því. Hann ger­ir það alls ekki oft á ári, en þegar hann ger­ir það, þá meiðir hann okk­ur öll í fjöl­skyld­unni (and­lega). Eins þá hef ég tekið eft­ir því að hann horf­ir á klám. Ég hef rætt það við hann en hann seg­ir að það sé ekki vanda­mál. Mér finnst það hins veg­ar óþægi­legt og lang­ar að finna leiðir til að sjá hvort hann sé til í að skoða þetta mál bet­ur.

Ég veit ekki hvað það er en þetta með klámið, meiðir mig meira en áfengið. Veit að sam­fé­lagið samþykk­ir seinni hegðun­ina bet­ur en þá fyrri. En mér finnst það sem er í boði á þess­um rás­um sem hann er á þannig að ég er ekki ró­leg með hann í kring­um börn­in eða barna­börn­in eft­ir slíkt áhorf.

Finnst erfitt að koma þessu frá mér en mig vant­ar stuðning og að vita hvað er best að gera.

Kveðja, O

Elínrós Líndal ráðgjafi.
El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi. Ljós­mynd/​Saga Sig

Sæl.

Takk fyr­ir að senda inn þetta bréf. Það er margt í bréf­inu sem snert­ir við mér og meiri sann­leik­ur í því en þú held­ur. 

Þegar ein­stak­ling­ur er að gera hluti sem meiðir þá sem hann elsk­ar mest, þá er lík­leg­ast stjórn­leysi sem býr þar að baki. Hug­mynd­ir sam­fé­lags­ins um hvað er eðli­legt og hvað ekki, er eitt­hvað sem við get­um aldrei yf­ir­fært á okk­ar eigið til­finn­inga­líf. Það er mis­jafnt hvaðan fólk er að koma og hvernig það upp­lif­ir hlut­ina.

Ef þú sest niður með maka þínum og opn­ar á til­finn­ing­ar þínar. Ekki fyr­ir hann að samþykkja held­ur meira til að segja hon­um hvernig þér líður, hvað það er sem meiðir þig og fjöskyld­una og hvað ekki, þá ertu að stíga fyrsta skrefið í því að setja kær­leiks­rík mörk. 

Þegar við setj­um kær­leiks­rík mörk, get­um við ein­vörðungu gert það fyr­ir okk­ur og börn­in okk­ar. Síðan er það eig­in­manns þíns að ákveða hvað hann ætl­ar að gera í kjöl­farið. 

Að gera sam­bands­samn­ing er alltaf góð hug­mynd að mínu mati og að halda í mýkt­ina og kær­leik­ann í þessu sam­bandi. Þú gæt­ir hins veg­ar viljað fara til ráðgjafa að sjá fyr­ir þér mörk­in þín, hvað þú ert til­bú­in í og hvað ekki. Það er svo mikið auðveld­ara að bregðast við of fljótt en of seint í þessu sam­bandi.

Að mínu viti þarf sam­bands­samn­ing­ur að vera lif­andi samn­ing­ur sem þarf að end­ur­skoða reglu­lega. 

Það hversu oft eig­inmaður­inn þinn drekk­ur skipt­ir ekki máli, held­ur hvernig hon­um líður þegar hann er ekki að drekka. Það hvort klám eða áfengi meiðir þig meira, skipt­ir held­ur ekki máli. Ekk­ert af því sem meiðir þig ætti að vera í gangi í hjóna­band­inu þínu. Ef aðil­inn sem þú ert með hef­ur ekki stjórn á þessu, get­ur hann alltaf fundið leiðir til að fá aðstoð við slíkt. Það ger­ir hann þegar þú set­ur kær­leiks­rík mörk og held­ur áfram að tala um hvernig þér líður. 

Að vera með maka í virkri fíkn er mik­il áskor­un. Það hef­ur vana­lega mik­il áhrif á aðstand­end­ur sem marg­ir hverja leita skjóls í mat, eða ann­arri óheil­brigðri hegðun án þess að vilja það. Þegar fólk er með tóm­leika sem það fyll­ir með sem dæmi áfengi eða klámi - hef­ur það áhrif á aðstand­end­ur. Það þarf ekki sér­fræðing að benda á slíkt. Dæm­in eru til staðar hvert sem við lít­um í sam­fé­lag­inu. Enda fíkn í fjöl­mörg­um fjöl­skyld­um.

Ég er sam­mála þér þegar kem­ur að stjórn­leysi tengt ást­ar- og kyn­lífs­mál­um. Sam­fé­lagið og í raun heim­ur­inn all­ur er mörg­um ára­tug­um á eft­ir í þeim mál­um, held­ur en mál­um er varða sem dæmi alka­hól­isma. 

Það ætl­ar án efa eng­inn að detta í klám, þannig að það hafi slæm áhrif á sam­bönd­in sem þeir eru í eða jafn­vel taki at­hygli frá at­vinnu eða áhuga­mál­um. En það er til bati á þessu sviði eins og fleiri sviðum. Ég mæli hins veg­ar með því að eig­inmaður­inn þinn finni sér góðan ráðgjafa eða sál­fræðing sem hef­ur reynslu á þessu sviði, eða leiti í viðeig­andi 12 spora sam­tök fyr­ir stuðning. Ég mæli með að hans ráðgjafi sé karl­maður með reynslu af stjórn­leysi á þessu sviði, aðili sem er í góðum bata sjálf­ur og kann leiðina í bata. 

Fíkn er flókið fyr­ir­bæri, en alls ekk­ert svart­hol að mínu mati.

Ég vona að þið hjón­in náið að elska hvort annað án skil­yrða og finnið leið til að vinna í hjóna­band­inu. Ég held að það gæti verið stóra áskor­un­in í lífi ykk­ar beggja núna. Að elska er sögn sem lýs­ir hegðun. Kær­leiks­rík mörk er - eitt fal­leg­asta fram­lag til ást­ar að mínu mati.

Gangi þér alltaf sem best. 

Kveðja, El­ín­rós Lín­dal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda