Hvað veldur prumpi í kynlífi?

Af hverju prumpum við á meðan kynlífi stendur?
Af hverju prumpum við á meðan kynlífi stendur? Thinkstock / Getty Images

Það kemur fyrir á bestu bæjum, jafnvel flestum bæjum, að eitt og eitt prump laumast út meðan á kynlífi stendur. Það er eðlileg starfsemi líkamans að losa sig við aukaloft. Það getur þó verið skelfilega vandræðaleg stund þegar það gerist, svo við tölum nú ekki um ef því fylgir svæsin lykt. 

Þótt það sé almennt eðlilegt að leysa vind geta verið meiri líkur á því þegar við stundum kynlíf, sérstaklega hjá konum. Leghálsinn og endaþarmurinn liggja samhliða þarna niðri og þegar það myndast þrýstingur í leghálsinum, til dæmis við kynlíf, getur það ýtt á endaþarminn og ýtt prumpi út. 

Þá er spurningin: Er hægt að koma í veg fyrir að prumpa meðan á kynlífi stendur?

Það er ekki hægt að gulltryggja það alveg. Ef þú prumpar mikið í daglegu lífi er líklegt að þú þurfir einhvern tímann að leysa vind meðan þú stundar kynlíf. Það er þó hægt að draga úr líkunum með því að sleppa því að borða mat sem veldur uppþembu. 

Mælt er með því að forðast að borða glúten, baunir, mjólkurvörur og grænmeti sem veldur uppþembu eins og blómkál og spergilkál.

Spergilkál er ekki vinur kynlífsins.
Spergilkál er ekki vinur kynlífsins. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda